«

»

Molar um málfar og miðla 380

Fjölmiðlamenn ættu sem flestir að gera sér far um að hlusta á pistla þeirra  Hönnu G. Sigurðardóttur og Aðalsteins Davíðssonar um daglegt mál á mánudagsmorgnum í morgunþætti Rásar eitt. Þar er vikið  að  orðum og orðtökum  sem algengt er að séu rangt notuð .

Úr mbl.is (15.08.2010): Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hugnast meiri skattahækkanir en er þó hrifinn af hugmyndum um bankaskatt.  Hér ætti að  dómi Molaskrifara að standa: Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir sér ekki hugnast meiri skattahækkanir….

 Úr mbl.is (15.08.2010): Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi voru veðurskilyrði góð og vegurinn þurr. Veðurskilyrði voru voru góð. Með öðrum orðum: Veður var gott.

  Molalesandi spyr spyr hvort Molaskrifari hafi séð það verra og vísar á eftirfarandi grein n á pressan.is:http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/thorvaldur-gylfason-spurdur-hvort-kreppunni-se-lokid-ja-og-nei—stjornmalastettin-enn-spillt. Molaskrifari verður að játa, að hann hefur eiginlega ekki séð það verra.

 „Bjarni Sigtryggsson Molavin sendi  Molum eftirfarandi: Þessi furðulega orðaða frétt er amk. merkt höfundi sínum, Aðalsteini Kjartanssyni (adalsteinn@dv.is):

http://www.dv.is/frettir/2010/8/14/mynd-af-barni-med-hasspipu-leidir-til-handtoku-modur-thess/

  1. Hún var handtekinn
  2. Barnið féll ekki á eiturlyfjaprófi… (did not fail a drug-test – mældist ekki undir áhrifum)
  3. Málið var blásin upp í fjölmiðlum…
  4. Það sé vakningfyrir dóttur sína…  (wake-up – áminning)
  5. Hún sé í fíkniefnaráðgjöfog foreldra þjálfun… (counselling – meðferð)

Það er sorgleg staðreynd að ekki er hægt að lesa DV einn einasta dag án þess að rekast á amböguskrif af þessu tagi. Reynir Traustason er ritstjóri og hann ber endanlega ábyrgð á þessu.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>