«

»

Molar um málfar og miðla 381

Það er ekki eitt, sem er að þessari  frétt á  dv.is (16.08.2010), heldur allt: http://www.dv.is/frettir/2010/8/16/bjorn-grunadur-um-fimmtiu-innbrot/    Reynir, ritstjóri:  Svona fólki á ekki að sleppa lausu í nánd  við nettengdar tölvur.

 Vaxandi tilhneigingar gætir til að bera  þf.et. ýmissa  orða með ákveðnum greini , eins og  brúin,  frúin, fram   eins og  þau séu skrifuð  brúnna, frúnna. Þetta er rangt. Heyrðist meðal annars skýrt og greinilega  í morgunfréttum Ríkisútvarpsins (16.08.2010).  

 Visir.is (16.08.2010): Verkjalyfinu magnýl er ekki dreift hérlendis þessa dagana,– Er verkjalyfjum dreift ?  Líklega er átt við hér, að  verkjalyfið magnýl sé ekki á  boðstólum, ekki fáanlegt í  lyfjabúðum um þessar mundir.

 Í  fréttum Ríkissjónvarps (16.08.2010) var sagt: … og því þurftu þeir að há þriggja holu umspil (innsk. einvígi?) um sigurinn…. Nú má vera  að kunnáttuleysi hái Molaskrifara , – en ekki fannst honum þetta eðlilegt orðalag. Ekki fremur en þegar þennan  sama  dag, þegar sagt   var í  fréttum Stöðvar  tvö,  þegar  skorið var upp í dag, –   verið var að segja  frá því að  börn í  skólagörðum voru að taka upp kartöflur og grænmeti. Þau voru við uppskerustörf. Ankannalegt orðalag , en líkast til ekki rangt.

Vinstri grænir bregðast ekki fremur en fyrri daginn. Þegar talað  er um að veita lögreglu hér á landi svipaðar heimildir til rannsókna og  löggæsluyfirvöld í grannlöndum okkar hafa,  stökkva  talsmenn þeirra fram á fjölmiðlasviðið og  byrja að tala um mannréttindi.  Mannréttindi skipulagðra glæpagengja eru líklega  mikilvægari en mannréttindi almennra borgara að þeirra mati. Það ber að vernda  glæpamenn sem koma  hingað í hópum í skjóli Schengen  til að brjótast inn á heimili okkar  og íslensk fyrirtæki og  stela úr verslunum.  Heyr á endemi, segir Molaskrifari.

Tillaga Rögnu dómsmálaráðherra er fín. Hana ber að samþykkja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>