Stjörnu(m?)prýtt lið Real Madrid hefur ollið vonbrigðum í upphafi mótsins, sagði íþróttafréttamaður Ríkissjónvarps í tíufréttum (22.09.2011). Hann átti við að liðið hefði valdið aðdáendum sínum vonbrigðum. Nýr málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins þarf ekki að kvíða verkefnaskorti.
Ágætt viðtal var við Jón G. Hauksson ritstjóra Frjálsrar verslunar í morgunútvarpi Rásar tvö (22.09.2011) . Hann skýrði vel bæði fyrir stjórnendum og hlustendum fréttirnar um ofsagróða íslensku bankanna á árinu. Ljóst og skýrt. Í kjölfarið kom svo viðtal við ungan mann sem hafði slasast alvarlega í bifhjólaslysi fyrri nokkrum árum. Einnig gott efni.
Af vef Ríkisútvarpsins (21.09.2011): Sjálfsævisaga Julian Assange, stofnanda Wikileaks-uppljóstrunarsíðunnar, kemur út á morgun. Assange hefur þó ítrekað reynt að banna útgáfu bókarinnar. Það er óljóst af fréttinni hvort um er að ræða sjálfsævisögu eða ævisögu. Líklega þó ævisögu , – ótrúlegt er að maður reyni að banna útgáfu ævisögu sem hann sjálfur hefur skrifað. Í þessari frétt á mbl.is er líka talað um sjálfsævisögu, en að hún sé skrifuð af óþekktum manni.
Haldast í hendi við , sagði viðmælandi fréttamanns í sexfréttum Ríkisútvarpsins (21,09.2011). Molaskrifari hefur vanist því að tala um að haldast í hendur við. Í sama fréttatíma var ítrekað talað um að róa út frá…. Eðlilegra hefði verið að mati Molaskrifara að segja róa frá , ekki róa út frá. Afi minn réri úr Rafnkelsstaðavör (Kópu), ekki út frá Rafnkelsstaðavör.
Konuröddin sem sífellt segir við okkur í dagskrárauglýsingum Ríkissjónvarpsins , – hér á Rúv með afkáralegri áherslu er greinilega að apa eftir auglýsingu frá flatböku (pizzu)fyrirtæki. Auglýsingum pizzafyrirtækisins lýkur á orðunum , – ef þú sækir. Þetta er lesið með áherslum sem eru íslenskri tungu framandi. Nýr málfarsráðunautur hefur hér verk að vinna.
Börn sem á vantar einn fót, sagði fréttamaður Ríkissjónvarps (21.09.2011). Hefði betur sagt: Börn sem vantar annan fótinn.
Geta landsleikir í knattspyrnu sem ákveðnir eru með margar mánaða fyrirvara brostið á, eins og sagt var í Ríkissjónvarpinu (21.09.2011). Öldungis ekki að mati Molaskrifari. Það sem brestur á kemur yfirleitt að óvörum eða gerist óvænt.
Hreiðar sendi eftirfarandi (22.09.2011): ,,Ég hlustaði á Bylgjuna í morgun og þar var sagt frá lögregluofbeldi í bæ í Bandaríkjunum. Í lok fréttarinnar sagði fréttamaður: „Umrætt atvik náðist á myndskeið og hefur valdið töluverðri athygli í Fullerton.“ Hið rétta er auðvitað að atvik „vekur athygli“. Þetta vita flest 10 ára skólabörn. Það er engu líkara en stjórnendur 365 miðla sneiði við mannaráðningar vísvitandi hjá þeim sem hafa fullt vald á íslensku”. Molaskrifari þakkar Hreiðari sendinguna. Til er fólk á þessum miðlum sem er ágætlega talandi og skrifandi. En þar eins og víðar eru bögubósarnir of margir.
Fréttamaður hafði samband við Molaskrifara vegna tiltekins mál og játaði að hann vissi ekki mjög mikið um málið. Það er af hinu góða að nálgast ný verkefni í fréttum með slíku hugarfari, en telja sig ekki fyrirfram vita allt um málið. Viðkomandi fær hrós fyrir það
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Þorgils Hlynur Þorbergsson skrifar:
25/09/2011 at 12:03 (UTC 0)
„Öldungis ekki að mati Molaskrifara.“