Ekki er að sjá að nein önnur norræn sjónvarpsstöð hafi notað tvær og hálfa klukkustund á laugardagskvöldi, á besta tíma, undir boltaleik og fótboltafjas eins og sjónvarp ríkisins á Íslandi gerði (10.07.2010). Samt gátu snillingarnir ekki haldið sig innan tímaramma dagskrár. Á hinum Norðurlöndunum hafa sjónvarpsstöðvarnar víðari sjóndeildarhring. Þar hafa menn heldur ekki auglýsingadeildir sem stjórna dagskránni og íþróttadeildirnar …