Daily Archive: 27/07/2010

Molar um málfar og miðla 363

Ekki getur sá talist skrifandi ,sem svo skrifar á pressan.is (27.07.2010): Stjórnarandstöðuþingmaður segist ekki hugnast sú stefnubreyting sem orðið hefur hjá ríkisstjórninni …..  en  er þó sjálfum sér samkvæmur í vitleysunni:  Pétur H. Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hugnast ekki sú stefnubreyting sem á sér stað hjá ríkisstjórninni í auðlindarmálum  (svo !) Hér ætti að standa: Stjórnarandstöðuþingmaður …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 362

Hér kemur Gomis. Hann er að stökkva átta metra. Úr íþróttalýsingu í Ríkissjónvarpi (25.07.2010). Betra hefði  verið: Hann stekkur átta metra  , eða: Hann stökk átta metra.  Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (25.07.2010) var sagt: Þá  voru skemmdir unnar á rúðu. Nú er þetta auðvitað ekki rangt.  En var ekki rúðan brotin? Hefði  ekki  verið skýrara að taka …

Lesa meira »