Monthly Archive: júlí 2010

Molar um málfar og miðla 356

Andlega lágkúran í dagskrá Ríkisútvarpsins  kristallast á föstudagsmorgnum á  Rás tvö. Þá hringja umsjónarmenn, og mega vart vatni halda yfir tilhlökkun,  til  Dídíar í Hollywood, sem segir hlustendum fyllerís- og framhjáhaldssögur   af  fræga  fólkinu í kvikmyndaborginni. Þetta hefur  hefur svo sem verið nefnt hér áður og er svartur blettur á morgunútvarpi Rásar tvö. Það kemur vel …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 355

Fínn þáttur  Á bláum nótum í bland  hjá Ólafi Þórðarsyni á Rás eitt (17.07.2010) með Mills bræðrum. Ólafur hefur líklega fundið diskana Mills Brothers Chronological (Vol.1-5).  Takk fyrir þáttinn, Ólafur. Þeir bræður heyrast alltof sjaldan á öldum ljósvakans. Molaskrifari á rúmlega 20 geisladiska með söng þeirra bræðra  og fær seint , – aldrei nóg af …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 354

Ágætlega var að orði komist í fréttum Ríkisútvarpsins (16.07.2010) er sagt var frá nýjum lögum um banka og  fjármálastofnanir í  Bandaríkjunum. Sagt var að frumvarpið mundi valda straumhvörfum og  verða vatn á myllu efnahagslífsins. Fleira  var vel sagt í þessari frétt.  Molaskrifari grunar fréttastofu ríkisins og mbl.is ( 15.07.2010) um að hafa  búið til nýja …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 353

Leiðbeiningar og ábendingar Umferðarstofu, Vegagerðar og Landsbjargar til ökumanna og ferðalanga, sem sýndar eru sjónvarpi ,eru prýðilega gerðar. Gott og þarft efni,sem ætti að sýna sem oftast, því ekki veitir af.  Hún hefði haft gott af sjá þetta  stúlkan sem var að  reyna að komast inn á Hafnarfjarðarveginn af Vífilsstaðavegi í dag (15.07.2010). Hún var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 352

Loksins, loksins , eins og einu sinni var sagt. Loksins  er farið að fjalla opinberlega um lögbrot Ríkisútvarpsins, – birtingu áfengisauglýsinga. Að þessu hefur margsinnis verið vikið í Molum. Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum,  eiga þakkir skildar fyrir sinn þátt í vekja athygli á þessari ósvinnu. Sömuleiðis gott hjá Morgunblaðinu að taka þetta upp.   Hlutur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 351

Pistlar Sveins Helgasonar  frá Bandaríkjunum eru ævinlega góð innlegg í fréttatíma  Ríkisútvarps/sjónvarps. Í pistli  í dag (09.07.2010) talaði Sveinn um að vera á höttunum eftir og  bjóða gull og  græna skóga. Gott mál.   Í  Molum um málfar og miðla (348), var minnst á  forsetningar með íslenskum  staðaheitum. Í  fréttum  Ríkissjónvarps (09.07.2010) var sagt  á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 350

Ekki er að sjá að nein önnur norræn sjónvarpsstöð hafi notað  tvær og hálfa klukkustund á  laugardagskvöldi, á besta tíma, undir  boltaleik   og fótboltafjas eins og  sjónvarp ríkisins á Íslandi gerði (10.07.2010). Samt gátu snillingarnir ekki haldið sig innan tímaramma dagskrár.  Á hinum Norðurlöndunum hafa sjónvarpsstöðvarnar víðari sjóndeildarhring. Þar hafa menn heldur ekki auglýsingadeildir sem  stjórna  dagskránni og íþróttadeildirnar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 349

Málfar í næturfréttum  Ríkisútvarpsins  frá miðnætti til morguns hefur  yfirleitt verið  til  fyrirmyndar , og gildir það einnig um  fréttir Stefáns Svavarssonar ,sem nú  annast þetta verkefni.   Í morgun (08.07.2010) hefði  þó   verið betra ef  hann  hefði talað um bakkafullar ár á  flóðasvæðum í Mexíkó. Ekki barmafullar ár. Bikar getur  verið barmafullur, en ár  tæplega. Nokkrir málfarshnökrar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 348

Glöggur lesandi,  benti  Molaskrifara á eftirfarandi setningu ( Pressan.is 07.07.2010):  Dagur B. Eggertsson formaður  borgarráðs tók meðfylgjandi mynd af vinnuvélum,sem fjarlægðu kerið á leið til dagmömmu í dag. Skyldu  vinnuvélarnar hafa streist á móti þegar Dagur  tók af þeim myndina?  Voru vinnuvélarnar  lengi á leiðinni til  dagmömmu? Þetta hefði að sjálfsögðu átt á  koma fram í …

Lesa meira »

Skýlaust lögbrot Ríkisútvarpsins

Sá sem þetta skrifar hefur  oft gert athugasemdir við  það hvernig  Ríkissjónvarpið hvetur  til bjórdrykkju, – auglýsir ölþamb þrátt fyrir að  gildandi  landslög banni áfengisauglýsingar. Ríkisútvarpið hefur  skýlt sér á bak við það að birta orðið léttöl  örsmáu letri neðst í hægra skjáhorni í svo sem  eina sekúndu í  lok bjórauglýsinga. Allir vita að ekki er …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts