Aldrei er Molaskrifari sáttur við það orðalag, þegar sagt er að eitthvað sé komið til að vera. Finnst það enskulegt. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins ( 19.08.2010) var sagt að hrossasóttin margumrædda væri komin til að vera. Þetta var svo endurtekið í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Í fréttayfirliti var sagt, að veikin væri komin varanlega til landsins. Hrossasóttin er …