Mikið var gott að heyra fréttamann Ríkisútvarpsins segja í sexfréttum (28.08.2010) að framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða væri klumsa yfir verðhækkunum Orkuveitu Reykjavíkur. Vel að orði komist. Að verða klumsa er að verða orðlaus, alveg gáttaður, eiga ekki til orð, verða kjaftstopp. Þegar hér er komið við sögu, sagði fréttamaður Stöðvar tvö (29.08.2010). Smáorðinu við er …