Monthly Archive: ágúst 2010

Molar um málfar og miðla 383

Ungum blaðamanni var einu sinni ráðlagt að lesa á hverju ári  einhverja af Íslendingasögunum, ef hann vildi  taka framförum í  stíl og málnotkun. Í nokkur ár tókst að standa við þetta. Þetta  hollráð má  að skaðlausu endurtaka  og beina  til  ungs fólks sem nú fæst við skriftir í fjölmiðlum. Vaxi ungum fjölmiðlungum þetta í augum,  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 382

„Ekki er kyn þótt keraldið leki, því botninn er suður í Borgarfirði“, áttu Bakkabræður að hafa sagt á sínum tíma. Fréttamaður Stöðvar tvö  sagði (17.08.2010) í fréttum: … eins og  fram hefur  komið í fréttum lak fyrirtækið seyruvökva úr rotþrónum út á vatnsverndarsvæðið á Þingvöllum. Fyrirtækið lak ekki. Starfsmenn fyrirtækisins losuðu  seyru eða seyruvökva úr  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 381

Það er ekki eitt, sem er að þessari  frétt á  dv.is (16.08.2010), heldur allt: http://www.dv.is/frettir/2010/8/16/bjorn-grunadur-um-fimmtiu-innbrot/    Reynir, ritstjóri:  Svona fólki á ekki að sleppa lausu í nánd  við nettengdar tölvur.  Vaxandi tilhneigingar gætir til að bera  þf.et. ýmissa  orða með ákveðnum greini , eins og  brúin,  frúin, fram   eins og  þau séu skrifuð  brúnna, frúnna. Þetta er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 380

Fjölmiðlamenn ættu sem flestir að gera sér far um að hlusta á pistla þeirra  Hönnu G. Sigurðardóttur og Aðalsteins Davíðssonar um daglegt mál á mánudagsmorgnum í morgunþætti Rásar eitt. Þar er vikið  að  orðum og orðtökum  sem algengt er að séu rangt notuð . Úr mbl.is (15.08.2010): Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hugnast …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 379

Svona mætti ná  fram umtalsverðum sparnaði í Rekstri Ríkisútvarpsins OHF,  ætti að vera HFO –  Hlutafélagið okkar. 1.     Leggja niður Rás tvö. Bylgjan og fleiri stöðvar sinna þeim, sem vilja afþreyingarútvarp.  2. Hætta við tíufréttir í sjónvarpi. Þær  eru hvort sem er  oftast 95% óbreytt efni úr sjöfréttunum.    3. Minnka framlög til íþróttadeildar um helming.  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 378

   Mikið er á stundum metnaðarleysið í Kastljósi  Ríkissjónvarpsins.  Kallaður var á skjáinn í kvöld (13.08.2010) nýráðinn aðstoðarmaður formaður  Sjálfstæðisflokksins.  Hann hefur svo sem enga stöðu í samfélaginu, nema sem flokkshestur í Valhöll. Hafði enda lítið að segja, nema þá helst, hérna, hérna í næstum hverri setningu. Bjóðið okkur eitthvað betra á  föstudagskvöldum en menn sem  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 377

Úr kófinu  austur í Moskvu sendi Bjarni Sigtryggsson Molavin eftirfarandi: „mbl.is: „Norðmaðurinn sem fannst látinn í Paradísardal í Syðri-Straumfirði á austurströnd Grænlands á mánudaginn…“ Nákvæmni í staðarlýsingum er þakkarverð, en hún verður þá að vera rétt. Hér ruglar Mbl. saman austurströnd og vesturströnd Grænlands. Auk þess minnir mig að talað hafi venjulega verið um Syðri-Straumsfjörð …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 376

Ráðamönnum Ríkisútvarpsins þótti Spaugstofan ekki á vetur setjanmisjöfn ,ofast  góð. Stundum sljó  en oftar beitt , svo ýmsa  hefur undandi.  Henni var slátrað í morgun (10.08.2010). Hún var  sviðið. Sumir  pólitíkusar  munu ekki gráta Spaugstofuna. Líklega verður  flaggað á Bessastöðum. Nú geta   Efstaleitismenn fjölgað í íþróttadeildinni og  ráðið   fáeina  fótboltafræðinga til viðbótar til að  opinbera visku sína á skjánum. Og svo …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 375

Seint verður sagt ,að málfar í íþróttafréttum Stöðvar  tvö sé til fyrirmyndar. Í kvöld  (09.08.2010) var þar sagt:  Birgir Leifur setti nú allt í sölurnar… Á íslensku tölum  við um að leggja  allt í sölurnar, ekki setja allt í sölurnar. Ástandið er  svo sem lítið betra í Efstaleitinu. Þar var sagt í íþróttafréttum (09.08.2010): Frammistaða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 374

Úr mbl.is (08.08.2010) : Gæði andrúmsloftsins hafa hrakað talsvert í Finnlandi síðustu daga.  Gæðin hafa hrakað ! Það var og.  Einhverju eða einhverjum  hrakar. Þessvegna  hefði  blaðamaðurinn átt að skrifa: Gæðum andrúmsloftsins  hefur hrakað… Það er nú reyndar afrek á sinn hátt að koma tveimur villum í  svona  stutta setningu.   Áhorfendum,sem langar… las fréttaþulur Stöðvar …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts