Monthly Archive: ágúst 2010

Molar um málfar og miðla 373

 Í þessa stuttu setningu hefur blaðamanni mbl.is tekist að troða ótrúlega mörgum málvillum : Um borð í dráttarvélinni var maður og barn sem flutt voru með þyrlunni til aðhlynningar á Borgarspítalann.  Menn eru ekki um borð í dráttarvél, frekar en menn eru um borð í bíl. Þá  hefði átt að segja .. voru maður og barn  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 372

 Í fréttum Stöðvar tvö (06.08.2010) var sagt frá fyrirhuguðu flugi bandaríska flugfélagsins  Delta milli Bandaríkjanna og Íslands. Fréttamaðurinn varvægast sagt  illa upplýstur. Í fyrsta lagi sagði hann, að  til flugsins yrðu notaðar breiðþotur af gerðinni Boeing 757-200, sem gætu flutt um 180 farþega. Þotur af gerðinni Boeing 757 eru ekki breiðþotur. Það eru samskonar þotur og Icelandair …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 371

Í fréttum Ríkisútvarpsins (04.08.2010) um áhrif eldgossins úr Eyjafjallajökli á heilsu fólks í grennd við eldfjallið var  hvað eftir annað  talað  um þá sem  voru með sögu um  astma. Ekki fellir  Molaskrifari  sig við þetta orðalag. Betra hefði verið að tala um fólk sem glímt hefði við astma eða sjúkdóma í öndunarfærum eða átt við slíka …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 370

Það vantaði  svo sannarlega ekki  að það væri  menningarleg reisn yfir dagskrá  íslenska  Ríkissjónvarpsins okkar í  gærkveldi (05.08.2010). Að loknum fréttum og Kastljósi var okkur  boðið upp á eftirfarandi:  Bræður og  systur, bandarísk þáttaröð.  Réttur er settur, bandarísk þáttaröð. Nýgræðingar , bandarísk  þáttaröð.  Svo komu tíufréttir og veður. Þá kom Framtíðarleiftur, bandarísk þáttaröð.  Skylt er að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 369

Bjarni Sigtryggsson ,Molavinur, sendi Molum eftirfarandi réttmæta ábendingu: „Á unglingsárum mínum norðanlands heyrði ég oft talað um *lystiskip* þótt þau væru sjaldséð við Ísland í þá daga. Mér finnst þetta heiti í senn þjálla, fallegra og réttara orð en *skemmtiferðaskip* sem nú er notað nær eingöngu yfir þau siglandi hótel, sem sækja heim íslenzkar hafnir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 368

Af hverju ertu með  verðlaunapening,   spurði sjónvarpsfréttamaður sjö ára stúlku  Stúlkan svaraði að bragði: Af því að ég vann ! Hraðakstrar í Húnaþingi, sagði í fyrirsögn á  mbl.is (03.08.2010). Orðið akstur er ekki til í fleirtölu. Svo einfalt er nú það.   Aðstoðarmaður  menntamálaráðherra  varð frægur að endemum á  dögunum fyrir orðbragð í  tölvupósti. Í tíu fréttum  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 367

Visir.is  sagði frá  því er hvítabjörn  var drepinn á Svalbarða (30.07.2010): Hvítabirnir eru friðaðir á Svalbarða. Sýslumaðurinn þar sagði hinsvegar augljóst að dýrið hafi verið drepið í sjálfsvörn og eftirmáli því enginn.   Eftirmáli þýðir  niðurlagsorð , texti aftan  við meginmál. Eftirmál eru hinsvegar eftirköst, afleiðing, rekistefna vegna tiltekins  atferlis. Hér hefði því átt að standa: Eftirmál …

Lesa meira »

» Newer posts