Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (24.09.2010) var sagt frá lokum hvalvertíðar. Sagt var um langreyði, sem komið var með að landi í Hvalfirði: Lokið er við að flensa hann. Hvalaheitið langreyður er kvenkynsorð. Þessvegna hefði átt að segja, að lokið væri við að flensa hana. Þetta hefur víst verið nefnt hér áður. Fréttastofa Ríkisútvarpsins er svo föst í …