Monthly Archive: september 2010

Molar um málfar og miðla 407

Er þetta mikill eða lítill fjöldi?  Svona spurði fréttamaður Stöðvar tvö (18.09.2010).   Vonandi er það lítill fjöldi fréttamanna,sem orðar spurningar   svona.  Góður Tungutakspistill í  Lesbók Mogga(19.09.2010) . Höfundur er Baldur Hafstað. Í fréttum Ríkisútvarps  (18.09.2010) var talað um að kjörstaðir opnuðu (hvað ?). Í  fréttum Ríkissjónvarpsins  (16.09.2010) var sagt: Hér í safninu opnar sýningin…Við  tónlistarhúsið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 406

Æ oftar les maður og heyrir talað um að hafa  gaman, sem er   hráþýðing úr ensku to have fun.  Þetta er  ágætt á ensku en  ekki  á íslensku. Síðast  rakst  ég á þetta í tölvupósti frá þeim ágætu  samtökum Sterkara Ísland.   Ísland verður ekki sterkara  með því  skemma  móðurmálið. Síður en svo.   Morgunútvarpsmaður í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 405

Molaskrifara var brugðið, er hann las Tungutakspistilinn í  Lesbók  sunnudagsmogga (12.09.2010). Þar segir Gísli  Sigurðsson prófessor  við Árnastofnun: „Misskilningurinn er sá að halda að málfræðin sé rétt en málið vitlaust. Almenna reglan er sú að ef fullþroska málhafar beygja orð með tilteknum hætti, tala til dæmis um „vísira“ á klukkum og hringja í „læknira“ ( í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 404

50 manna sameiginleg framboð í Heimdall, segir í  fyrirsögn á mbl.is (13.09.2010). Þessa  fyrirsögn skilur Molaskrifari ekki. Meira um Heimdall: Frambjóðendur til stjórnar Heimdalls, segir einnig  sama  dag í mbl. is. Molaskrifari á  því að venjast  að eignarfallið af Heimdallur sé  Heimdallar, en eignarfallið af  dallur, sem merkir  þá  heldur ómerkilegt ílát , sé dalls. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 403

Í fréttum Ríkissjónvarpsins (09.09.2010) var talað um fjármálafyrirtækin,sem hlut áttu í máli. Rétt hefði verið að tala um fyrirtæki,sem hlut áttu að máli. Í sama fréttatíma   Ríkissjónvarpsins var okkur sagt, að íslenska glíman væri samnorrænt sport í grunninn.  Það var og. Eitt helsta framlag Ríkisútvarpsins okkar til sígildrar tónlistar er að útvarpa  sígildum tónverkum á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 402

Í heild  var umfjöllun Ríkissjónvarpsins  um  skýrslu þingmannanefndarinnar góð (11.09.2010). Það  var ekki einfalt  að gefa  skýra mynd af þessu flókna máli í þröngum ramma fréttatímans, en það tókst bærilega. Hér  er sí og æ verið að vísa í sömu ambögurnar í þeirri von, að dropinn holi steininn. Í  mbl.is  stendur (09.09.2010): Fyrirhugað er að bora þrjú …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 401

Bankar eru ekki til sölu. Þeir eru í söluferli, eins og  sagt var  í sexfréttum Ríkisútvarpsins (08.09.2010). Fréttamenn  skrifa stundum kansellístíl. Kannski óviljandi.  Í sama fréttatíma var sagt: … og er talið að sem svarar 4.9 milljónum tunna   hafi lekið í sjóinn.  Ekki er Molaskrifari  sáttur  við  þetta orðalag.  Hefði talið betra að segja: …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 400

Í skjóli tjáningarfrelsis  getur útvarpsstjóri Útvarps  Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir  farið með lygar, óhróður og dylgjur um Eið Guðnason í athugasemdum við Mola um málfar og  miðla. En hún verður að standa ábyrg orða sinna.  Þegar  Arnþrúður Karlsdóttir hinsvegar  hefur í hótunum við eiginkonu Molaskrifara  eins og  hún gerir  í athugasemdum við Mola  ( Molar 393) er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 399

 Orðtak sem   fjölmiðlungar  hafa mikið dálæti á  er að segja að eitthvað sé í  pípunum, þegar eitthvað er í undirbúningi, yfirvofandi eða á  döfinni.  Framkvæmdir geta verið í pípunum , skattahækkanir geta verið í pípunum, bensínhækkanir geta verið í pípunum og  svona mætti áfram telja.   Í hádegisfréttum  Ríkisútvarps (06.09.2010) töluðu bæði  fréttamaður og ráðherra um  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 398

 Ríkissjónvarpið á  að gera ríkar  kröfur til  fréttamanna um vandað málfar.  Sami fréttamaður sagði í  kvöldfréttum  (05.09.2010) að  Gunnar Rúnar  hefði játað morð og að Reykjanesbær  hefði afhjúpað  styttu.  Hvort tveggja er rangt, að mati Molaskrifara. dv.is  sagði hinsvegar réttilega sama dag: Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur játað á sig morðið á Hannesi Þór Helgasyni.  Í sama …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts