Er þetta mikill eða lítill fjöldi? Svona spurði fréttamaður Stöðvar tvö (18.09.2010). Vonandi er það lítill fjöldi fréttamanna,sem orðar spurningar svona. Góður Tungutakspistill í Lesbók Mogga(19.09.2010) . Höfundur er Baldur Hafstað. Í fréttum Ríkisútvarps (18.09.2010) var talað um að kjörstaðir opnuðu (hvað ?). Í fréttum Ríkissjónvarpsins (16.09.2010) var sagt: Hér í safninu opnar sýningin…Við tónlistarhúsið …
Monthly Archive: september 2010
Molar um málfar og miðla 406
Æ oftar les maður og heyrir talað um að hafa gaman, sem er hráþýðing úr ensku to have fun. Þetta er ágætt á ensku en ekki á íslensku. Síðast rakst ég á þetta í tölvupósti frá þeim ágætu samtökum Sterkara Ísland. Ísland verður ekki sterkara með því skemma móðurmálið. Síður en svo. Morgunútvarpsmaður í …
Molar um málfar og miðla 405
Molaskrifara var brugðið, er hann las Tungutakspistilinn í Lesbók sunnudagsmogga (12.09.2010). Þar segir Gísli Sigurðsson prófessor við Árnastofnun: „Misskilningurinn er sá að halda að málfræðin sé rétt en málið vitlaust. Almenna reglan er sú að ef fullþroska málhafar beygja orð með tilteknum hætti, tala til dæmis um „vísira“ á klukkum og hringja í „læknira“ ( í …
Molar um málfar og miðla 404
50 manna sameiginleg framboð í Heimdall, segir í fyrirsögn á mbl.is (13.09.2010). Þessa fyrirsögn skilur Molaskrifari ekki. Meira um Heimdall: Frambjóðendur til stjórnar Heimdalls, segir einnig sama dag í mbl. is. Molaskrifari á því að venjast að eignarfallið af Heimdallur sé Heimdallar, en eignarfallið af dallur, sem merkir þá heldur ómerkilegt ílát , sé dalls. …
Molar um málfar og miðla 403
Í fréttum Ríkissjónvarpsins (09.09.2010) var talað um fjármálafyrirtækin,sem hlut áttu í máli. Rétt hefði verið að tala um fyrirtæki,sem hlut áttu að máli. Í sama fréttatíma Ríkissjónvarpsins var okkur sagt, að íslenska glíman væri samnorrænt sport í grunninn. Það var og. Eitt helsta framlag Ríkisútvarpsins okkar til sígildrar tónlistar er að útvarpa sígildum tónverkum á …
Molar um málfar og miðla 402
Í heild var umfjöllun Ríkissjónvarpsins um skýrslu þingmannanefndarinnar góð (11.09.2010). Það var ekki einfalt að gefa skýra mynd af þessu flókna máli í þröngum ramma fréttatímans, en það tókst bærilega. Hér er sí og æ verið að vísa í sömu ambögurnar í þeirri von, að dropinn holi steininn. Í mbl.is stendur (09.09.2010): Fyrirhugað er að bora þrjú …
Molar um málfar og miðla 401
Bankar eru ekki til sölu. Þeir eru í söluferli, eins og sagt var í sexfréttum Ríkisútvarpsins (08.09.2010). Fréttamenn skrifa stundum kansellístíl. Kannski óviljandi. Í sama fréttatíma var sagt: … og er talið að sem svarar 4.9 milljónum tunna hafi lekið í sjóinn. Ekki er Molaskrifari sáttur við þetta orðalag. Hefði talið betra að segja: …
Molar um málfar og miðla 400
Í skjóli tjáningarfrelsis getur útvarpsstjóri Útvarps Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir farið með lygar, óhróður og dylgjur um Eið Guðnason í athugasemdum við Mola um málfar og miðla. En hún verður að standa ábyrg orða sinna. Þegar Arnþrúður Karlsdóttir hinsvegar hefur í hótunum við eiginkonu Molaskrifara eins og hún gerir í athugasemdum við Mola ( Molar 393) er …
Molar um málfar og miðla 399
Orðtak sem fjölmiðlungar hafa mikið dálæti á er að segja að eitthvað sé í pípunum, þegar eitthvað er í undirbúningi, yfirvofandi eða á döfinni. Framkvæmdir geta verið í pípunum , skattahækkanir geta verið í pípunum, bensínhækkanir geta verið í pípunum og svona mætti áfram telja. Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (06.09.2010) töluðu bæði fréttamaður og ráðherra um …
Molar um málfar og miðla 398
Ríkissjónvarpið á að gera ríkar kröfur til fréttamanna um vandað málfar. Sami fréttamaður sagði í kvöldfréttum (05.09.2010) að Gunnar Rúnar hefði játað morð og að Reykjanesbær hefði afhjúpað styttu. Hvort tveggja er rangt, að mati Molaskrifara. dv.is sagði hinsvegar réttilega sama dag: Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur játað á sig morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Í sama …