Óralöng frétt Stöðvar tvö (05.09.2010) um morðið í Hafnarfirði bætti nákvæmlega engu við fyrri fréttir af málinu. Svo eru fjölmiðlar hissa á að hnífur sem leitað er að í drullunni á botni hafnarinnar í Hafnarfirði skuli ekki finnast samstundis. Sennilega er auðveldara að finna saumnál í heystakki. Jón Baldvin Hannibalsson var skýrmæltur og skörulegur að vanda …
Monthly Archive: september 2010
Molar um málfar og miðla 396
– Hvaða stofnanir ertu að vísa til ? Svona spurði fréttamaður Bylgjunnar (04.09.2010) nýjan félags- og tryggingaráðherra. Hvað stofnana ertu að vísa til ,hefði fréttamaður betur spurt. Vísað er til einhvers , ekki til eitthvað. Prýðilegur er Tungutakspistill Ingibjargar B. Frímannsdóttur um hikorð í Lesbók Moggans (05.09.2010). Orð í tíma töluð. Bjarni Sigtryggsson sendi eftirfarandi: …
Molar um málfar og miðla 395
Kanasjónvarpið hefur hafið útsendingar að nýju. Ekki frá Keflavík heldur úr Efstaleitinu í Reykjavík og kallar sig Ríkissjónvarp. Á dagskrá að loknum fréttum fimmtudagskvöldið 2. september voru: Bræður og systur, bandarísk þáttaröð ,þáttur númer 69 af 85. Þá tók við Réttur er settur bandarísk þáttaröð, tíundi þáttur af tíu. Svo kom Nýgræðingur , bandarísk þáttaröð, …
Molar um málfar og miðla 394
Lyklar skipta um hendur sagði mbl. is við okkur í fyrirsögn (02.092010). Þetta er afar óíslenskulegt orðalag. Vonandi hafa fyrrverandi ráðherra og nýr ráðherra ekki látið hendur skipta, þegar þeir hittust . Í fréttinni segir svo: Nýbakaðir ráðherrar tóku við lyklum af ráðuneytum sínum síðdegis í dag. Hér er notuð röng forsetning, af í stað …
Molar um málfar og miðla 393
Í bæklingnum Málstefna Ríkisútvarpsins (ódagsett útgáfa) eru taldar upp ýmsar orðabækur og handbækur,sem útvarps- og sjónvarpsmönnum geta gagnast í daglegum störfum. Þar er sleppt ágætri bók Marðar Árnasonar, Orðkrókum, Þáttum um íslensku -ambögur, orðfimi og dagleg álitamál. (Uglan, Íslenski kiljuklúbburinn 1991) Sú bók ætti reyndar að vera skyldulesning á fréttastofunni og öðrum ritstjórnum fjölmiðla.. Það er …