Þættir Jónasar Sen , Átta raddir, eru skrautfjöður í annars heldur fátæklegum hatti Ríkissjónvarpsins. Þar á bæ virðast menn aðeins að vakna til vitundar um að til er annars konar tónlist en dægurtónlist því fyrr um daginn (30.01.2011) var sýndur erlendur þáttur með efni úr óperum frá 2010. Gott mál. Handboltalega séð … varnarlega sterkir. (Handboltaþáttur …
Monthly Archive: janúar 2011
Molar um málfar og miðla 517
Hinum berfættu í Afríku vantar ekki háhælaða skó. (blog.is 29.01.2011). Þágufallssýkin er þrálát. Fagmennska björgunarsveitarmanna, sem fundu Þjóðverjann á Eyjafjallajökli , vekur aðdáun. Þar var svo sannarlega vel að verki staðið. Vaskir menn og vel útbúnir. Mikil þjálfun og góður búnaður voru forsenda þessa góða árangurs. Þetta minnir okkur á að standa þétt við bakið á björgunarsveitunum, þegar …
Molar um málfar og miðla 516
Úr mbl.is ( 28.01.2011): Innanríkisráðherra Egyptalands varar við að „markvissum aðgerðum“ verði beitt á mótmælum, sem fyrirhuguð eru eftir föstudagsbænir í dag. Að beita aðgerðum á mótmælum er ekki gott orðalag. betra væri gegn mótmælum, eða gegn mótmælendum sem hefðu sig í frammi…. Ríkissjónvarpið bauð okkur viðskiptavinum sínum að horfa á tvær kvikmyndir í …
Molar um málfar og miðla 515
Alþingi hefur nú kjörið Ríkisútvarpinu nýja fimm manna stjórn til fjögurra ára. Allt eru það valinkunnir einstaklingar,sem örugglega hafa víðtæka þekkingu reynslu af öllu sem snertir útvarp og sjónvarp. Annars hefðu þau varla verið kosin. Eða hvað? Á fréttavef Ríkisútvarpsins segir í fyrirsögn (25.01.2011): Aldrei fleiri fengið bók í gjöf. Molaskrifari hefði orðað þetta á annan …
Molar um málfar og miðla 514
Morgunblaðið fetar dyggilega í fótspor gamla kommúnistablaðsins, Þjóðviljans. Minnisstætt er að Þjóðviljinn leitaðist jafnan við að birta sem verstar og hallærislegastar myndir af pólitískum andstæðingum sínum. Einkum Bjarna Benediktssyni og í nokkrum mæli Jóhanni Hafstein. Nú leikur Moggi þennan sama leik gagnvart Jóhönnu Sigurðardóttur. Svona gera pólitískir sneplar, ekki alvöru dagblöð. Athygli vekur (27.01.2011) að …
Molar um málfar og miðla 513
Batnandi fólki er best að lifa. Seinni fréttum Ríkissjónvarps seinkaði um 12 mínútur í gærkveldi. Tilkynning var sett á skjáinn um klukkan tíu um seinkunina og Bogi ,sem las fréttirnar, baðst afsökunar á seinkuninni. Gott mál. Vonandi verður haldið áfram að sýna áhorfendum þá kurteisi að tilkynna og biðjast afsökunar, þegar dagskrá fer úr skorðum. Hinsvegar …
Molar um málfar og miðla 512
Úr mbl.is (24.01.2011): Þurrkurinn fer illa með uppskerur, s.s. hveitiuppskeruna, ….Þrátt fyrir mikinn þurrk þá er einnig mjög kalt í landinu. Við austurströnd landsins hefur ís truflað skipasamgöngur. Stærri skip hafa neyðst til þess að hægja á sér og þau minni komast ekki af stað. Ekki er eðlilegt að tala um uppskerur í fleirtölu í þessu …
Molar um málfar og miðla 511
Prýðilegur þáttur í röð Ríkissjónvarpsins „Átta raddir“ um Bjarna Thor Kristinsson. En hvenær skyldi koma að því að þáttur í kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins hefjist á réttum tíma? Líklega er Ríkisjsónvarpið óstundvísasta sjónvarpsstöð norðan Alpafjalla, eins og þar stendur. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (22.01.2011) var talað um óeirðarlögreglu. Eðlilegra hefði verið að tala um óeirðalögreglu. Meira um hádegisfréttir: Í …
Molar um málfar og miðla 510
„Væntanlega liggur útskýringin í sögunni,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans,(visir.is 21.01.2011). Ritstjóri Seðlabankans er líklega ný staða í bankanum. Var hún kannski sett á laggirnar eftir að fyrrum seðlabankastjóri gerðist ritstjóri Morgunblaðsins ? Góður pistill um Sjóvárránið í fréttum Ríkissjónvarpsins (21.01.2011). Það er með ólíkindum að þjófarnir skuli enn ganga lausir. Ríkissjónvarpið gerði stofnfjáreigendadómum …
Molar um málfar og miðla 509
visir.is segir í fyrirsögn ( og texta 21.012011): Heildarverðmæti skulda og hlutafjárs í samkomulagi Landsbankans og .. Orðið fé beygist: fé, fé, fé, fjár. Ekki eru allar ferðir til fjár, þótt farnar séu, segir gamalt máltæki. Þegar Ríkissjónvarpið (20.01.2011) sagði frá geitabúskap í Mývatnssveit heyrði Molaskrifari ekki betur en fréttamaður segði, að geitastofninn hefði á …