Daily Archive: 05/02/2011

Ungir píanósnillingar í Texas

Virtasta tónlistarkeppni  ungra píanóleikara í veröldinni er áreiðanlega  Van Cliburn keppnin, sem fram fer  fjórða hvert ár  í Fort Worth í Texas. Keppnin er kennd  við bandaríska  píanóleikarann Van Cliburn (74) sem bar sigur úr býtum í Tsjækovskí- einleikarakeppninni í Moskvu 1958.  Þar  lék hann  píanókonsert Tsjækovskís nr. eitt  og Rakmaninoff konsert. Hann varð þjóðhetja í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 522

Enn eitt  dæmið um villandi fréttaflutning Morgunblaðsins  var  á mbl.is (05.02.2011). Þar sagði í  myndatexta: Vilja þjóðaratkvæði. Yfir var mynd  af þeim Bjarna  Benediktssyni og Kristjáni Þór  Júlíussyni  þar sem þeir héldust í hendur og  fögnuðu  sigri. Í fréttinni kom fram, að  Kristján Þór   var fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu  en Bjarni Benediktsson vildi ekki útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu. Hálfsannleikur. …

Lesa meira »