Þar féllu nokkur él, sagði veðurfræðingur í veðurfréttum Ríkissjónvarps. Molaskrifari man ekki til þess að hafa heyrt þetta orðalag, en það segir svo sem lítið. Og auðvitað er ekkert rangt við þetta orðalag. Þarna hefði einnig mátt tala um éljagang. Nokkuð algengt er líka, að sagt sé: Það kastaði éljum, gekk á með éljum. …