Þegar fréttamaður Ríkissjónvarps segir (16.02.2011) að klukkan sé á seinni ganginum í níu á hann líklega við að klukkan sé milli hálf níu og níu. Molaskrifari hefur aldrei heyrt svona tekið til orða. Kannast Molalesendur við þetta orðalag? Í fréttum Stöðvar tvö (17.02.2011) var fjallað um mikilvægi D-vítamíns, m.a. til að koma í veg fyrir …
Monthly Archive: febrúar 2011
Molar um málfar og miðla 533
Fréttir Ríkissjónvarpsins af afgreiðslu Icesave á Alþingi (16.02.2011) voru bullandi hlutdrægar. Þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu , sáu áhorfendur og heyrðu einn þingmann sem greiddi ekki atkvæði en tvo sem voru á móti. Eðlilegt hefði verið að sýna þingmenn í sömu hlutföllum og atkvæði féllu. Meira en tveir þriðju þingheims greiddu atkvæði með samþykkt Icesave. Þetta …
Molar um málfar og miðla 532
Viðtal við Jón Gnarr borgarstjóra,sem birt var í fréttum Ríkissjónvarps (14.03.2011) var á villigötum. Það átti heima í Spaugstofunni á Stöð tvö. Í kvöldfréttum Ríkisútvarps (14.02.2011)var sagt: Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið handteknar. Betra hefði verið: Mörg hundruð stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir. Þegar fréttamenn nota orðatiltæki,sem hafa fast merkingu verður þeim að vera merkingin kunn. Að …
Molar um málfar og miðla 531
Í fréttum er oft talað um þungvopnaða menn sem vinna ódæðisverk. (Ríkisútvarpið 13.02.2011) Þetta er hrátt úr ensku, heavily armed men. Molaskrifari er ekki sáttur við þetta orðalag. Það dygði að að tala um vopnaða menn, en menn vopnaða öflugum skotvotvopnum ( og handsprengjum í því tilviki,sem frá var sagt). Í fyrirsögn á dv. is (13.02.2011) segir: …
Verði ljós, segir Kári Stefánsson
Vísindamaðurinn og forstjórinn Kári Stefánsson skrifar grein (12.02.2011) ,sem birt er á besta stað í Morgunblaðinu, hálf síða í leiðaraopnu á hægri síðu. Grein Kára hefst á tilvitnun í Biblíuna. Fyrstu Mósebók, fyrsta kapítula, þriðja vers: „Guð sagði: „Verði ljós“. Og það var ljós.“ Heimildar er reyndar ekki getið. Kári Stefánsson kennir Alþingismönnum um bankaleynd og …
Molar um málfar og miðla 530
Undarlegt orðskrípi var í þeim dálki Fréttablaðsins sem heitir Frá degi til dags (11.02.2011). Þar var sagt: … hefur hann í marggang furðað sig á því… Hér hefði sá sem hélt á penna átt að segja til dæmis: .. hefur hann margsinnis, hefur hann oft, hefur hann iðulega, hefur hann einatt — fleira mætti til …
Molar um málfar og miðla 529
Orðskrípið áhafnarmeðlimur lifir góðu lífi og dafnar í Efstaleitinu. Það kom við sögu í sexfréttum Ríkisútvarpsins (10.02.2011). Þar hafa menn orðið skipverji ekki á takteinum. Þegar fjallað er um málefni Sparisjóðsins Byrs er það nánast undantekning að nafn sjóðsins sé beygt. Eignarfall et. af byr getur verið bæði byrjar og byrs. Nafnið á auðvitað að …
Molar um málfar og miðla 528
Margir fréttaskrifarar eiga í erfiðleikum með áhrifssagnir. Þetta dæmi er af pressan.is (10.002.2011) Krabbameinssamtök í Danmörku vilja útrýma með öllu reykingar á vinnustöðum, … Samtökin vilja útrýma reykingum, ekki reykingar eins og pressupenninn skrifar. Villandi myndskreyting var í upphafi frétta Stöðvar tvö (09.02.2011), þegar birt var mynd af þotum Icelandair í Keflavík með frétt …
Molar um málfar og miðla 527
Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (08.02.2011) var talað um að brúa mun. Málvenja er að tala um að brúa bil. Bilin á að brúa, heitir ævisaga Halldórs E. Sigurðssonar fv. þingmanns og ráðherra. Það var ónákvæmt orðalag hjá Agli Helgasyni í Kiljunni að blaðamaður Guardian hefði verið rekinn frá Rússlandi. Hið rétta er , að Luke Harding …
Molar um málfar og miðla 526
Sumir hafa tamið sér að setja hikorð inn í næstum hverja setningu. Algeng hikorð eru, hérna, sko, þú veist,svo aðeins þrjú dæmi séu nefnd. Heldur er þetta hvimleitt fyrir þann sem hlustar. Í morgunútvarpi (08.02.2011) heyrði Molaskrifari til konu, sem sagði þú veist í hverri setningu og stundum oftar en einu sinni. Sennilega veit hún …