Íþróttafréttamaður Ríkisútvarps , sagði í sjónvarpsfréttum (08.03.2011) : .. segir að stjórn Bayern bíði erfitt hlutverk. Fréttamaðurinn hefði átt að segja: … segir að stjórnar Bayern bíði erfitt hlutverk. Í Útvarpi Sögu var rætt við mann,sem þýtt hefur bók um mannsheilann. Hann ræddi þróun mannsins og sagði: Og svo kemst maðurinn á tvær fætur !. …
Monthly Archive: mars 2011
Molar um málfar og miðla 552
Molaskrifari spáði því í gær í Fésbókarfærslu (09.03.2011), að fréttin um Gallup-könnun ,sem sýndi 63% stuðning við Icesave yrði eindálkur neðst á áttundu síðu í Mogganum í dag (10.03.2011). Ekki fjarri lagi. Fréttin er á áttundu síðu, neðst, tvídálkur (6sm). Mogginn bregst ekki. Faglegt fréttamat fyrirfinnst ekki í Hádegismóum. Nú er aðalmálið í leiðara blaðsins, ekki efni Icesave …
Molar um málfar og miðla 551
Úr frétt á fréttavefnum visir.is (08.03.2011): Það mun hafa verið í kringum 1970 að starfsmenn Rafveitu Akureyrar endurváku þann gamla sið að slá köttinn úr tunnunni. Hér er ekki verið að grínast. Þetta er orðrétt tilvitnun. Ótrúlegt. Glöggur lesandi benti Molaskrifara á þetta. Takk fyrir ábendinguna. Vísismenn þurfa að vanda betur valið á þeim, …
Molar um málfar og miðla 550
Tvær furðulegar villur voru í fréttum Ríkisútvarps í morgun (08.03.2011). Í sjö fréttum var sagt frá innbroti í fyrirtæki og sagt að lögreglan hefði getað rekið slóð þjófsins. Lögreglan gat rakið slóð þjófsins í nýsnævinu. Eitt er að reka, annað að rekja og ætti raunar ekki að þurfa að eyða mörgum orðum í að útskýra …
Molar um málfar og miðla 549
Í skjáauglýsingum Ríkissjónvarpsins (06.03.2011) voru auglýstir tónleikar Sigrúnar Eðvaldsdóttur og félögum. Þetta er enn eitt dæmi um slæleg vinnubrögð auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins. Þar virðist þeim hafa farið ört fækkandi, sem eru vel að sér í íslensku. Skylt er að geta þess að þulur las setninguna rétt. Stundum leiðrétta þulir auglýsingatexta. Nýlega var sagt að endurvinnslustöðvar Sorpu opnuðu …
Molar um málfar og miðla 548
Íþróttafréttamaður Stöðvar tvö talaði á laugardagskvöld (05.03.2011) um lið ,sem hefðu barist á banaspjótum. Það er ekkert til í íslensku máli, sem heitir að berjast á á banaspjótum. Rétt er orðtakið að berast á banaspjót/(banaspjótum), og þýðir að eigast mjög illt við, vega hver annan ( þegar um hópa er að ræða) eins og …
Molar um málfar og miðla 547
Dæmi um staðreyndabrengl í fréttum mbl.is (04.03.2011): …sem kjörnir voru í stjórnlagaþingskosningunum sem dæmdar voru ólöglegar af Hæstarétti. Hæstiréttur dæmdi engar kosningar ólöglegar. Hæstiréttur úrskurðaði að kosningarnar væru ógildar. Það ætti að vera hægt að treysta því að Morgunblaðið fari rétt með svona einfalda hluti. Úr mbl.is (03.03.2011):„Við höfum fengið ábendingar um að Bob sé haldið …
Molar um málfar og miðla 546
Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins (03.03.2011) var rætt við forstjóra ferðaskrifstofunnar Iceland Express eins og hann væri forsvarsmaður flugfélags. Iceland Express er ferðaskrifstofa, ekki flugfélag. Í hádegisfréttum sama dag hélt fréttastofan í Efstaleiti enn fast við það að Iceland Express væri flugfélag. Af hverju er verið að flytja hlustendum upplýsingar, sem ekki eiga við rök að styðjast? …
Molar um málfar og miðla 545
Um tónlistarhöllina Hörpu sagði fréttamaður Ríkisútvarps (01.03.2011) að húsið væri komið til að vera. Molaskrifara létti stórlega að heyra að húsið væri ekki á förum, en hann ætlar að sækja seinni opnunartónleikana. Úr mbl.is (01.03.2011): Flóttamannastofnun SÞ hvetja til þess að tugþúsundir flóttamanna sem hafa flúið til Túnis undan átökunum í Líbíu,… Hér ætti að …
Molar um málfar og miðla 544
Þegar fréttamenn rifja upp liðna atburði eiga þeir að fara rétt með staðreyndir. 1. mars var sagt frá því í morgunútvarpi Útvarps Sögu, að þann dag árið 1940 hefði vélbáturinn Kristján komið til heimahafnar eftir tólf daga hrakninga og var þá búið að telja bátinn af. Vélbáturinn kom ekki til heimahafnar, sem var Sandgerði, heldur rak …