Monthly Archive: apríl 2011

Molar um málfar og miðla 594

    Frá klukkan 19 30  til 21 30,  í tvær klukkustundir á besta tíma kvölds                   ( 26.04.20112)  bauð Ríkissjónvarpið okkur  nauðungaráskrifendum upp á  samfellda  boltaleiki og  boltaefni. Og svo  sagði einn af  boltasérfræðingum  ríkisins, að okkur hlakkaði til.., að fá  meiri  fótbolta á skjáinn. Það var og.   Kjaradeila í rembingshnút, segir í  fyrirsögn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 593

   DV-bloggari segir (19.04.2011) að  Vilhjálmur Egilsson sé leppi LÍÚ. Orðið leppi er  ekki til í íslensku, nema   sem  þágufallsmyndin af orðinu leppur,  sem m.a.  getur  þýtt handbendi.  Molaskrifari þekkir reyndar Vilhjálm sem góðan dreng.  Honum var  ýtt  til hliðar með  bolabrögðum í prófkjöri   hjá Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur er  hinsvegar í vondu hlutverki nú um stundir. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 592

GLEÐILEGT SUMAR OG ÞÖKK FYRIR VETURINN ! Hversu margar sýningar sýnduð þið,  spurði Kastljóssmaður (20.04.2011). Sýningar eru ekki sýndar. Hvað voru sýningarnar margar, hefði verið betra. Visir.is (18.04.2011):  Maðurinn sem leitað var að í New York eftir að greint var frá því í fjölmiðlum á föstudaginn að hann væri grunaður um fjárdrátt er kominn í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 591

  Í daglegu máli í  morgunþætti  Rásar eitt (18.04.2011) var um það  rætt, að ekki  væri í íslensku  til eitt orð yfir  þeyttan rjóma. Á   dönsku væri talað um  flødeskum. Á ensku er hinsvegar  talað um  whipped cream.  Það  rifjaði upp fyrir Molaskrifara  að hann hefði rekist á   orð sem  notað  er yfir þeyttar ísblöndur, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 590

  Íþróttahús þjóðarinnar , Ríkisútvarpið í Efstaleiti,  breytir  sjónvarpsdagskránni fyrirvaralaust, þegar íþróttir, einkum boltaleikir,  eiga í hlut.  Dagskráin í gærkveldi (18.04.2011) var lítið nema  boltaleikir.   Það er alltaf  verið að misbjóða þeim sem ekki elska boltaleiki. Það er eins og íþróttadeildin sé einráð í Efstaleiti. Gaman var að sjá  snotra frétt  frá  Færeyjum í fréttatíma   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 589

  Hér er, eins og lesendur vita  manna best, oft  fjallað um  sömu hlutina í þeirri  von að dropinn holi steininn. Fréttamaður Stöðvar tvö  sagði (16.04.2011): Þú hyggst flytja erlendis.  Menn dveljast erlendis eða eru erlendis. Flytja   til útlanda eða  fara til útlanda. Þetta er rótgróið í málinu og engin ástæða  til að breyta því. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 588

   Auglýsing símafélagsins Vodaphone  (Fréttatíminn 15.-17.apríl) App, app mín  sál, er ekki  fyndin,  heldur einstaklega ósmekkleg. Þarna  er  verið að afbaka  fyrstu línuna í fyrsta erindi Passíusálmanna Auglýsingastofur eiga að láta Hallgrím Pétursson í friði og skammast sín. Er ykkur ekkert heilagt ? Það er eins og  símafélögin sæki sérstaklega í að  afskræma orð og  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 587

Teiknari  Morgunblaðsins  setti nýtt met í sóðaskap í dag (16.04.2011). Blaðið átti flest fyrri met í greininni. Nánir ættingjar þess sem þar er niðurlægður fela líklega blaðið fyrir börnum. Morgunblaðið bannað börnum.   Fróðleg, en um leið óhugnanleg, var upptalning Láru  Ómarsdóttur í hádegisfréttum Ríkisútvarps (15.04.2011) á  umfangsmiklum efnahagsbrotamálum, sem eru í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra …

Lesa meira »

Ógleði Moggans

  Leiðarahöfundi Moggans  er óglatt. Því til stuðnings  vitnar hann í gamlan texta eftir  Megas  í   fimmtudagsblaði Moggans, ,,Afsakið á meðan ég…”. En það er  ekki bara að ritstjóranum  sé  óglatt. Lesendum verður   stundum flökurt af því að lesa leiðara Morgunblaðsins. Nokkru  fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna birtist auglýsing í blöðum þar sem allmargir fyrrverandi ráðherrar,  lýstu stuðningi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 586

  Sennilega er Ríkissjónvarpið óstundvísasta sjónvarpsstöð norðan Alpafjalla. Tvö kvöld í röð hafa  tíufréttir ekki hafist á auglýstum tíma. Þetta hefur margsinnis  verið að umtalsefni hér.  Í fyrrakvöld (13.04.2011) bað Bogi Ágústsson  áhorfendur afsökunar á seinkuninni.  Í gærkveldi (14.03.2011) hófust  tíufréttir  klukkan átta mínútur yfir tíu. Enginn bað okkur afsökunar.  Það er  einfalt  mál að …

Lesa meira »

Older posts «