Monthly Archive: apríl 2011

Molar um málfar og miðla 585

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins talaði eins og Útvarp   Saga í morgunútvarpi Rásar  tvö í morgun (14.04.2011). Hann sagði, að 98% landsmanna hefðu greitt atkvæði gegn Icesave II. Þetta eru gróf ósannindi. Það  voru ekki 98% landsmanna heldur  98% þeirra sem  kusu. Það er  allt annar handleggur. Svona getur formaður flokks ekki talað,- vilji hann vera …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 584

  Fundur  aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa  ríkisstjórnar og  Seðlabanka um….. lauk rétt í þessu, var sagt í upphafi sexfrétta Ríkisútvarpsins (12.04.2011). Fundur lauk ekki. Fundi lauk. Það er orðið of algengt að heyra  svona villur .Að  ekki sé  nú talað um að heyra fréttaþul svo  segja: Orð Jóhönnu Sigurðardóttir ….. rétt á eftir. Í fréttum Ríkissjónvarps …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 583

  Úr mbl.is (11.04.2011). Enn um nefnifallssýki: Sex ára drengur í Flórída hefur verið lýst sem hetju þegar hann varði litla bróður sinn fyrir árás hunds.  Hérr hefði átt að tala um sex ára dreng, sem hefði verið lýst  sem hetju. Ótrúlega algengt. Meiri nefnifallsýki úr sama netmogga:  Flugvélin sem átti að fara fyrr af …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 582

  Margar stofnanir eru með símsvörun á ensku. Til dæmis er  hægt að  fá upplýsingar á ensku, ef  hringt  er í Ríkisútvarpið. Rödd  segir: Press … for English version. Þetta er  góðra gjalda vert , en enska orðið version  er hinsvegar  borið fram í símsvaranum  eins og það  sé  skrifað wersion. Þetta er algeng  framburðarvilla  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 581

  Molaskrifar játar það á sig, að hann áttar sig ekki því hvað   andstæðingar   Icesave-samningsins eiga við, þegar þeir  segja að nú þurfi að kynna málstað Íslendinga erlendis. Hverjum á að kynna hvað ?  Það  skilja allir sem  fylgjast með fréttum að 60% kjósenda sögðust  ekki vilja  borga  Bretum og Hollendinga það fé sem stjórnvöld …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 580

·                                 Fréttastofa ríkisins í Efstaleiti básúnar ánægju Ólafs Ragnar Grímssonar með góða kjörsókn, en stingur yfirlýsingu fyrrverandi forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur um afstöðu hennar til Icesave undir stól. Fréttstofan sýnir Vigdísi takmarkalausa fyrirlitningu. Þeir sem þessa ákvörðun tóku eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta eru svo vítaverð vinnubrögð að engu tali tekur. Stjórnendur  Ríkisútvarpsins hafa …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 579

Úr dv.is (05.04.2011): Til átaka kom á Akranesi í hádeginu í dag þegar húseigandi reyndi að fá hús sitt afhent af leigjendum. Reyndi að fá  hús sitt afhent  af leigjendum ! Óskiljanlegt orðalag.  Leigjendur áttu að hafa sig á brott úr húsinu.  Seinna í sömu frétt segir: Við þetta snöppuðu þeir og réðust á hann,“ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 578

Úr mbl.is (05.04.2011) „Við getum ekki staðið hér í logni og horft á höfnina okkar lokaða vegna þess að Herjólfur ristir of mikið,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.  Molaskrifari játar, að hann hefur ekki heyrt talað um að skip risti of mikið. Aðeins  að skip  risti  djúpt. En hljóta ekki Vestmannaeyingar að vita þetta? …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 577

  Úr mbl.is (03.04.2011): Airbus og Air France fjármögnuðu leitina. Kafað var á 4.000 metra dýpi og voru m.a. sérstök leitarvélmenni notuð, en þau rannsökuðu sjávargólfið á milli Brasilíu og Vestur-Afríku.  Í netfréttinni er fyrsta málsgreinin á  ensku og þegar talað er um   sjávargólf í fréttinni þá er það  dæmigerð aulaþýðing úr  ensku. Seafloor er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 576

  Eftirfarandi frétt var á bls. 2 í Morgunblaðinu og á mbl.is (04.04.2011): Dash-flugvél frá Flugfélagi Íslands hæfði svan á flugi við flugtak frá Ísafjarðarflugvelli í gærmorgun með þeim afleiðingum að svanurinn féll særður til jarðar. Að sögn sjónarvotta, sem voru í hóp-kajakferð rétt við flugvöllinn, var flugvélin rétt búin að draga inn hjólin þegar …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts