Helga Árnadóttir sendi Molum eftirfarandi línur: ,,Heill og sæll ágæti molaskrifari. Þakka þér fyrir þínar góðu og mjög svo þörfu athugasemdir við málfar landans. Hrökk í kút, er ég nú fyrir stundu hlustaði á, að gestum á sveitabæ var boðið upp á brodd!!!! Sem konu alinni upp á sveitabæ, blöskraði mér að heyra bóndakonuna útskýra …
Monthly Archive: maí 2011
Molar um málfar og miðla 607
Í frétt í Morgunblaðinu (14.05.2011) segir: … Umferð um veginn að Fimmvörðuhálsi hefur verið lokuð frá því fyrir páska. Umferð hefur ekki verið lokuð, heldur hefur vegurinn verið lokaður allri umferð frá því fyrir páska. Í sömu stuttu fréttinni segir: Úthlutað var sex milljónum króna úr styrkvegasjóði í nýtt vegstæði… Styrkvegasjóður? Það er eitthvað …
Molar um málfar og miðla 606
Það var ágætt að heyra orðið formælandi notað um talsmann Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í fréttum Ríkisútvarps (15.05.2011). Orðið talsmaður er annars algengt og ágætt. Þeir sem telja að konur séu ekki menn hafa búið til orðið talskona. Samkvæmt íslenskri málvenju fornri eru konur menn. Heilsaði Evrópu með náttúrulegum geislabug, segir á svokölluðu Smartlandi Mörtu Maríu á mbl.is …
Molar um málfar og miðla 605
Úr sófanum heima fylgdist Molaskrifari með opnunarhátíð Hörpu í beinni útsendingu frá upphafi til enda. Það var í senn stórkostleg og ógleymanleg upplifun, þótt ekki höfðaði allt, sem þar var flutt, til tónlistarsmekks skrifara, – enda enginn vegur að gera kröfu um slíkt. Allt var gott og margt frábært. Helst hefði mátt missa sín hálfgert …
Molar um málfar og miðla 604
Glöggur lesandi sendi Molum þessa ábendingu: Á baksíðu Morgunblaðsins í dag (13.05.2011) er að finna fyrirsögnina „Öll hundrað hjólin seldust upp í fyrra“. Er ekki orðinu „upp“ ofaukið hér? Hefði e.t.v. getað farið svo að 99 hjól „seldust upp“, en að eitt hjólanna hefði ekki „selst upp“? Þakka ábendinguna. Rétt. Annaðhvort: Hjólin seldust upp. Eða: …
Molar um málfar og miðla 603
Bjarni Sigtryggsson hugsar oft til Mola um málfar og miðla. Hann sendi eftirfarandi:“Persónulegar upplýsingar Facebook-notenda gætu hafa verið lekið út til þriðja aðila…“ Svona hefst frétt á dv.is í dag (11.05.2011) og lýkur á þessari stórfurðulegu málsgrein:“Facebook hafa núna séð til þess að gallinn sé ekki lengur fyrir hendi en samkvæmt talsmanni Facebook eru engar …
Molar um málfar og miðla 602
Réttilega var talað um stjórnarráðshúsið í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (10.05.2011). Hrós fyrir það. Of algengt hefur verið, að þetta hús hafi verið kallað stjórnarráðið, en stjórnarráðið er samheiti á öllum ráðuneytum. Rétt er að gæta samræmis þegar mælieiningar eru annarsvegar. Við notum metrakerfið hér á landi. Þessvegna á ekki að tala um mílur og metra í …
Molar um málfar og miðla 601
Í hádegisfréttum Bylgjunnar (09.05.2011) var sagt frá eldsvoða í fyrirtæki þar sem verkuð eru sæbjúgu. Tvívegis sagði ágætur fréttaþulur, – sæbjúganna ( ef. flt.). Rétt hefði verið að segja: … sæbjúgnanna. Úr mbl.is (08.05.2011): „Hann er aðeins tvítugur en hefur fyllt mjög mikilvægt hlutverk fyrir okkur á þessari leiktíð….” er haft eftir handknattleiksþjálfara. Ekki er …
Molar um málfar og miðla 600
Alltaf er verið að rugla saman orðtökum, sem eru föst í málinu en eiga að haldast óbreytt. Í þætti á ÍNN (06.05.2011) sagði stjórnandi: Öryggislögreglan gengur lausum hala… Hann hefði átt að segja: Öryggislögreglan leikur lausum hala, — starfar óbeisluð. Sakamenn sem ekki hafa verið handsamaðir ganga hinsvegar lausir. Og geta reyndar einnig leikið lausum …
Molar um málfar og miðla 599
Það er ekki hátt risið á forsíðu DV (06.05.2011) Hvað kemur fólki það við hvort dóttir Gunnars í Krossinum var hrein mey eða ekki, þegar hún gekk í hjónaband? Molaskrifari var að vona, að DV væri vaxið upp úr svona Séð og heyrt rugli. Rétt er það sem Morgunblaðið segir í leiðara (06.05.2011), að …