Molaskrifara er það sérstök ánægja að birta eftirfarandi athugasemd, sem Páll Magnússon, útvarpsstjóri hefur sent honum: ,,Sæll Eiður Ástæða þess að ekki var bein sjónvarpsútsending frá opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar var einfaldlega sú að forráðamenn Hörpunnar bönnuðu það. Tónleikarnir voru hins vegar í beinni útsendingu á Rás 1 og voru teknir upp fyrir sjónvarp daginn eftir og …
Monthly Archive: maí 2011
Molar um málfar og miðla 598
Í sexfréttum Ríkisútvarps (04.05.2011) var talað um að hækkanir væru of háar. Þetta er ekki rétt . Hækkanir eru annaðhvort miklar eða litlar. Ekki háar eða lágar. Þessi ambaga var svo endurnýtt í sjöfréttum Ríkissjónvarpsins. Það er líklega í samræmi við margumtalaða málstefnu Ríkisútvarpsins. Í fréttum Stöðvar tvö sama kvöld var talað um að atvinnuleysi …
Ríkisútvarpið reynir að verja sig
Eftirfarandi tölvupóstur barst mér frá Arnari Páli Haukssyni vegna skrifa minna um að ekki skyldi sjónvarpað beint frá tónleikunum í Hörpu í gær: Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að taka fram að: Fyrsta beina útsending Rásar 1 frá tónlistarhúsinu Hörpu fór fram í gærkvöldi þegar tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar undir stjórn Vladimírs Ashkenazí fóru fram en …
Molar um málfar og miðla 597
Aldrei, aldrei, hefur menningarleg lágkúra Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti verið eins augljós og í kvöld (04.05.2011) þegar fyrstu langþráðu tónleikarnir fara fram í Hörpu. Sjónvarpið lét nánast sem Harpan væri ekki til. Tónleikunum er að vísu útvarpað á Rás eitt. Ef einhver döngun og menningarlegur áhugi væri hjá stjórnendum í Efstaleiti hefði öll þjóðin fengið …
Molar um málfar og miðla 596
Það var heldur betur tíðindasamt í veröldinni í gær (02.05.2011) Osama Bin Laden veginn í austurvegi og ísbjörn lagður að velli vestur í Víkum á Íslandi. Það var fróðlegt að fylgjast með alþjóðlegu fréttstöðvunum í gær. Mest horfði Molaskrifari á BBC One, Al Jazeera og CNN svona til skiptis. Endaði með því að horfa …
Molar um málfar og miðla 595
Ljómandi góður Tungutakspistill eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur er í nýjasta Sunnudagsmogga. Þar fjallar Svanhildur meðan annars um hvenær skuli skrifa eitt orð og hvenær tvö allskyns, hverskyns.. Einnig víkur hún að því þegar rithætti einstakra orða er breytt , Furðu strandir , ekki Furðustrandir. Loks nefnir hún hið hvimleiða , — að eiga góða …