Monthly Archive: júní 2011

Molar um málfar og miðla 644

Það versta er,  að Færeyingar eru sex sætum fyrir ofan okkur, sagði íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins (29.06.2011) um lista þar sem þjóðum heims er raðað eftir  getu landsliða þeirra í knattspyrnu. Í þessum orðum íþróttafréttamanns þessarar ríkisstofnunar felst einstakur  þjóðrembingur og hroki.  Íslendingar  eru lélegir í knattspyrnu um þessarar mundir. Færeyingar eru betri. Leiðin til að bæta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 643

Grindvíkingar eru hvattir til þess að láta lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og læsa húsin sín, hvort sem fólk er heima eða heiman. Þetta er  af vef  Grindavíkur. Birtist raunar einnig orðrétt  á  mbl.is. Þar hafa menn greinilega ekkert séð athugavert  við þennan  texta.  Fólk málar húsin sín, en læsir húsunum sínum.    Þorkell Guðbrandsson …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 642

Stundum sleppa ótrúlegar ambögur  í gegn um síurnar, sem ættu að vera til staðar. Dæmi um það er þessi myndatexti úr Sunnudagsmogga (26.06.2011): Kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson er hér að ráðleggja sig við Valdísi Óskarsdóttur leikstjóra  við tökur á myndinni Kóngavegur. Ráðfæra sig við, ætti þetta að vera. Góður árangur hjá Fjólu Signý, sagði í fyrirsögn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 641

Á Jónsmessumorgni (24.06.2011) bjó  Molaskrifari   sig undir að hlusta um  stund á  morgunútvarp  Rásar  tvö   en var fljótur að flýja,  þegar  boðað var viðtal við sérstaka slúðurfréttakonu  morgunútvarpsins, sem  dreifir  leikaraslúðri  frá Bandaríkjunum yfir hlustendur á föstudagsmorgnum.  Slúðurþættirnir  eru ævinlega mikill ambögusjóður  og makalaust að  Ríkisútvarpið  skuli   reglubundið og markvisst dreifa  efni af þessu tagi.  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 640

  Ríkissjónvarpið gortaði af því á dögunum að  sýna tvo unglingaknattspyrnuleiki  frá   Evrópu á sama tíma í beinni útsendingu. Nú (23.06.2011)  montar  sjónvarpið   sig af því  byrja að sýna Íslendingum ,,langlífustu sápuóperu í heimi”. Það vantar ekki menningarlegan metnað hjá  stjórnendum í Efstaleiti. Oft hefur verið minnst á það í þessum pistlum hvernig  auglýsingastofur og  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 639

Andstæðingar  aðildar Íslands að Evrópusambandinu eru  sumir  hverjir  ekki vandir að meðulum í málflutningi sínum.  Sumum þeirra er tamt að  vísa í orðfæri   sem  flestir tengja  við nazismann og tala um,,helför” og ,,lífsrými” . Staksteinahöfundur Morgunblaðsins vill ekki  vera eftirbátur þessara  manna. Í   Staksteinum (24.06.2011)  skrifar hann: Á Íslandi situr ríkisstjórn  með það sem sitt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 638

Í gærkveldi (22.06.2011) umbylti Ríkissjónvarpið dagskránni enn einu sinni til að hella  yfir  þjóðina í beinni  útsendingu, tveimur  evrópskum  fótboltaleikjum unglingaliða.  Þetta er ósvífni gagnvart  þeim hluta þjóðarinnar sem er neyddur   til að borga  nauðungarnefskatt til að  kosta rekstur Ríkisútvarpsins, en hefur  ekki sérstakt dálæti á fótbolta. Ef einhver  vitglóra væri í dagskrárstjórninni í Efstaleiti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 637

Það er ljóður á ráði  fréttastofa íslensku sjónvarpsstöðvanna, að maður veit  oft ekki hvort  maður er að horfa á nýjar fréttamyndir, eða gamlar myndir úr safni. Erlendar  stöðvar  geta þess í skjátexta ef  notaðar eru gamlar myndir úr safni.  Hér  er það ekki gert og oft eru sömu fréttamyndirnar sýndar kvöld eftir kvöld og áhorfendur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 636

Ég er hér við Elliðaánna, sagði fréttamaður Ríkisútvarpsins skýrt og greinilega í morgunfréttum klukkan átta (20.06.2011). Molaskrifari  segir nú bara: Ja, hérna. Í þessari stuttu  setningu eru tvær villur.  Árnar heita Elliðaár. Ég er hérna við Elliðaárnar, hefði  átt að segja. Ef áin  héti  Elliðaá, sem  hún ekki gerir , þá hefði þetta átt að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 635

Í sunnudagsblaði Moggans (19.06.2011) fá  stjórnendur Ríkissjónvarpsins og  Stöðvar  tvö verðskuldaða ádrepu frá  Agnesi Bragadóttur, blaðamanni, sem kallar  grein sína Ljósvaki á gráu svæði. Staðreyndin er auðvitað sú, að sjónvarpsstöðvarar eru ekki bara á gráu svæði, heldur svörtu, þegar þær til dæmis   blygðunarlaust auglýsa áfengi. Líka er rétt  að minna á að Ríkissjónvarpið  auglýsir  TAX …

Lesa meira »

Older posts «