Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (05.06.2011) var talað um snjólög, þegar tala hefði átt um snjóalög. Í fréttayfirliti í lok frétta talaði fréttamaður réttilega um snjóalög, en leiðrétti sig og talaði þá um snjólög. Snjóalög eru segir orðabókin: Verulegur snjór á jörð eftir að oft hefur snjóað. Úr visir.is (05.06.2011): Um helmingur þessara lyfja var ávísað …