Í gærkveldi (22.06.2011) umbylti Ríkissjónvarpið dagskránni enn einu sinni til að hella yfir þjóðina í beinni útsendingu, tveimur evrópskum fótboltaleikjum unglingaliða. Þetta er ósvífni gagnvart þeim hluta þjóðarinnar sem er neyddur til að borga nauðungarnefskatt til að kosta rekstur Ríkisútvarpsins, en hefur ekki sérstakt dálæti á fótbolta. Ef einhver vitglóra væri í dagskrárstjórninni í Efstaleiti …