Á Jónsmessumorgni (24.06.2011) bjó Molaskrifari sig undir að hlusta um stund á morgunútvarp Rásar tvö en var fljótur að flýja, þegar boðað var viðtal við sérstaka slúðurfréttakonu morgunútvarpsins, sem dreifir leikaraslúðri frá Bandaríkjunum yfir hlustendur á föstudagsmorgnum. Slúðurþættirnir eru ævinlega mikill ambögusjóður og makalaust að Ríkisútvarpið skuli reglubundið og markvisst dreifa efni af þessu tagi. …