Monthly Archive: júní 2011

Molar um málfar og miðla 634

Er það náttúrulögmál,  að  ekkert sé að marka auglýsta  tíma í dagskrá Ríkissjónvarpsins ?  Í gærkveldi (18.06.2011) hófst sýning kvikmyndarinnar Hestahvíslarans   rúmlega fimmtán  mínútum eftir auglýstan sýningartíma. Engin afsökun. Engin skýring. Auðvitað er þetta ekki náttúrulögmál. Þetta er bara subbuskapur, sem þekkist ekki hjá alvöru sjónvarpsstöðvum, en er látinn viðgangast Í Efstaleitinu þar sem  rekin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 633

  Meira en þriðjungur Íslendinga tóku ekki afstöðu, var sagt í fréttum Ríkissjónvarpsins (15.06.2011). Það var  þriðjungur, sem tók ekki  afstöðu. Ólafur Ragnar Grímsson sagði  ræðu á Hrafnseyri 17. júní, að Jón Sigurðsson hefði  haft víðtæka sýn á þjóðmálin. Líklega átti hann við, að Jón hefði verið víðsýnn  í þjóðmálum. Víðtæk sýn !   Gamall skólabróðir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 632

Úr mbl.is (15.06.2011): Starfsfólki var sagt að rekstur verksmiðjunnar yrði haldið áfram óbreyttum og starf framkvæmdastjóra auglýst eins fljótt og kostur er. Það var og.  Rekstur verksmiðjunnar verður ekki haldið áfram. Rekstri verksmiðjunnar verður haldið áfram. Síbrotamaður dæmdur í 2,5 árs  fangelsi, segir í fyrirsögn á mbl. is (16.06.2011).  Um var að ræða tveggja og  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 631

Þórhallur Jósepsson hefur oft gaukað  góðum ábendingum að  Molaskrifara. Hann sendi eftirfarandi (15.06.2011): Á vef Alþingis er þessi fyrirsögn um mál dagsins: Minningarfundur á Alþingi 15. júní 2011 í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta Fæðingarafmæli? Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir. Ég hélt að afmæli dygði. En, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 630

Molavin sendi eftirfarandi (13.06.2011) „Bifreiðin skemmdist ekki mikið, en hann var ekki á númerum,“ sagði í 8-fréttum ríkisútvarpsins í morgun. Fréttaþulir höfðu þann sið lengst af að lesa handrit yfir áður en fréttalestur hófst. Og jafnvel að lesa yfir hausamótunum á fréttamönnum, sem létu óboðlegan texta frá sér. En nýjir siðir með nýjum herrum.” Rétt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 629

Molavin er Molum sannarlega haukur í horni. Hann sendi eftirfarandi: „Ráðherrann lést af sárum sínum nokkru eftir árásina, en reynt var að fljúga með hann til Keníu þar sem að hann átti að ganga undir læknishendur.“ “Þegar notaðar eru algengar myndlíkingar í fréttafrásögn er eins gott að hafa þær réttar. Ég átti erfitt með að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 628

  Það bregst ekki  að hjá Ríkissjónvarpinu í Efstaleiti hefur fótbolti algjöran forgang. Laugardaginn fyrir   Hvítasunnu  var fótboltaumfjöllun  í tæpa þrjá klukkutíma frá klukkan þrjú til klukkan að verða sex.  Auðvitað var sjálfsagt að sýna  beint frá  leik  íslenska landsliðsins gegn  Hvíta Rússlandi. Ekki hefur Molaskrifari á móti því. En af hverju allt þetta kjaftæði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 627

Sjónvarpsstjóri ÍNN talaði (10.06.2011) um heimsk lagafrumvörp. Molaskrifari er á því að  lagafrumvörp geti verið  heimskuleg, en ekki heimsk. Jafnreyndur  maður  og sjónvarpsstjórinn er  ætti ekki að flaska á beygingu orðsins  gjaldeyrir. Kastljósið hefur oft  verið  gott að  undanförnu meira að segja mjög gott á stundum.  Fíflagangurinn í þættinum í kvöld (10.06.2011) var hinsvegar óskiljanlegur. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 626

  Sumarið stendur á sér, stóð skýrum stöfum á skjánum  í upphafi fréttatíma Stöðvar tvö  (09.06.2011).  Heldur er þetta  nú rasshandarlegt orðalag að mati  Molaskrifara. Betra hefi verið: Sumarið lætur á sér standa. Pressan  skrifar um  fyllerí  verslunarskólastúdenta  í útskriftarferð á Spáni. Þar segir: … sagt að ekkert væri hægt að gera til að leysa …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 625

Úr mbl.is (07.06.2011): Flugvellir í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, hafa nú opnað að nýju. Þeim var lokað fyrr í dag vegna öskufalls … Það er líklega  að berja hausnum við steininn að gera enn eina athugasemd við ranga notkun sagnarinnar að opna. Flugvellirnir hafa verið  opnaðir. Þeir opnuðu  hvorki eitt né neitt.  Ef sá sem …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts