Kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar, hið minna, var rakkað niður í sexfréttum Ríkisútvarpsins (06.06.2011) þannig að ekki stóð steinn yfir steini. Álitsgjafinn var sagður sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands. Þess var svo getið í framhjáhlaupi í lok fréttarinnar, að sérfræðingurinn starfar undir hatti Háskóla Íslands, en það er Landssambandsíslenskra útvegsmanna, sem greiðir launin hans. Umsögn hans ber …
Monthly Archive: júní 2011
Molar um málfar og miðla 623
Nú hefur verið greint frá því, að forsíðumyndin á nýju símaskránni er fölsuð. Einu sinni var sagt að mynd segði meira en þúsund orð. Nú vitum við að hjá fyrirtækinu, sem gefur út símaskrána lýgur mynd meira en milljón orð. Útgefandi á að biðja símnotendur afsökunar á þessari fölsun. Dæmi um óþarf og óskýra …
Molar um málfar og miðla 622
Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (05.06.2011) var talað um snjólög, þegar tala hefði átt um snjóalög. Í fréttayfirliti í lok frétta talaði fréttamaður réttilega um snjóalög, en leiðrétti sig og talaði þá um snjólög. Snjóalög eru segir orðabókin: Verulegur snjór á jörð eftir að oft hefur snjóað. Úr visir.is (05.06.2011): Um helmingur þessara lyfja var ávísað …
Molar um málfar og miðla 621
Það þurfti einn af helgidögum þjóðkirkjunnar, uppstigningardag, til að fá Ríkissjónvarpið til að sinna sígildri tónlist. Þá (02.06.2011) voru endursýndir tveir prýðilegir þættir, Kristinn Sigmundsson á Listahátíð í fyrra og þáttur úr þáttaröð Jónasar Sen Tíu fingur þar sem þau Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Snorrason voru í forgrunni. Gott efni, en gaman væri líka …
Molar um málfar og miðla 620
Það er því miður of algengt að talað sé um tvær dyr. Það gerir eyjubloggari (02.06.2011) og segir: Hér í Reykjavík eru dæmi um að fólk hafi tunnur sínar ofaní kjallara á bak við tvær læstar dyr,… Orðið dyr er fleirtöluorð. Þessvegna ætti að tala um tvennar læstar dyr, ekki tvær. Tvennar buxur. Ekki tvær …
Molar um málfar og miðla 619
Nýr fréttalesari í Ríkissjónvarpinu (31.05.2011), Rakel Þorbergsdóttir komst prýðilega frá sínu í kvöldfréttum. Molavin sendi eftirfarandi: visir.is fjallar í dag (01.06.2011) um forsetakjör í Alþjóða knattspyrnusambandinu. Þar segir m.a. „Englendingar hlutu afhroð í kosningunum um hvar ætti að halda HM 2018…“ Menn gjalda afhroð eða hljóta illa útreið, lúta í lægra haldi, bíða ósigur …