Í hádegisfréttum Bylgjunnar (09.07.2011) tvísagði fréttamaður, að hlaupið í Múlakvísl væri í rénum. Það er rangt. Rénun er rétta orðið og þýðir minnkun. Þegar flóð eða hlaup er í rénun fer það minnkandi. Í morgunútvarpi Rásar tvö (11.07.2011) talaði umsjónarmaður um ferjusiglingar á Múlakvísl. Það var og. Þar var líka talað um Fjallabaksleið nyrðri, sem …