Daily Archive: 14/07/2011

Molar um málfar og miðla 657

Í morgunfréttum Ríkisútvarps klukkan sjö  (12.07.2011) var ein frétt. Ein frétt um eldsvoða í  hjólbarðahrauk við Sundahöfn. Hvað starfa margir  á fréttastofu Ríkisútvarpsins?   Umsjónarmaður  Morgunútvarps  á Rás tvö  sagði frá  þessum eldsvoða með þessum  orðum:  Þar sem sótsvartur  reykur leggur yfir,…  Reykur leggur ekki yfir. Reyk leggur yfir. Fréttamaður  fór  hárrétt með þetta í fréttunum   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 656

  Norska sjónvarpið (NRK2) sýndi nýlega Rakarann frá Sevilla í  stórskemmtilegri uppfærslu Metropolitan óperunnar í New York.  Í inngangi kom fram að NRK hefur gert samning  við  Metropolitan um að sýna  þaðan þrjár óperur á ári næstu þrjú árin.  Norræn sjónvarpssamvinna stendur á gömlum merg og  ef einhver   döngun væri í forráðamönnum Ríkissjónvarpsins hefði örugglega  …

Lesa meira »