Í fréttatímanum Í Ríkisútvarpinu á miðnætti aðfararnótt sunnudags (24.07.2011) taldi Molaskrifari einar átta ambögur í fréttinni um voðaverkin í Noregi, sem flutt var í upphafi fréttatímans. Þetta var með ólíkindum. Eyjan Útey er til dæmis ekki við Noreg. Hún er í Noregi, nánar tiltekið í stöðuvatninu Tyrifjorden. Talað var um að ofbeldisseggurinn hefði planað árásina, …