Monthly Archive: júlí 2011

Molar um málfar og miðla 654

Í hádegisfréttum Bylgjunnar (09.07.2011)   tvísagði fréttamaður,   að hlaupið í Múlakvísl væri í rénum. Það er  rangt. Rénun er rétta orðið og þýðir   minnkun. Þegar  flóð eða hlaup  er í rénun fer það  minnkandi. Í morgunútvarpi Rásar tvö (11.07.2011) talaði umsjónarmaður um ferjusiglingar á Múlakvísl.   Það var og.  Þar var líka  talað um Fjallabaksleið  nyrðri, sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 653

Molaskrifari hnaut um setningu í umfjöllun Morgunblaðsins um franska bílinn Peugot 508 1.6 eHDI.    Verið  er að tala um pósta milli  fram- og  afturhurða sem  skerða útsýni og urðu  til þess að ökumaður varð  tíðum að skekja sér í sætinu til að sannfærast um greiða leið.   Molaskrifari þekkir bara  sögnina   að skekja í merkingunni að  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 652

Í fréttatímum  beggja  sjónvarpsstöðvanna var rætt við  formann Bændasamtakanna, sem fjölyrti að vanda um fæðuöryggi. Staðreynd er að íslenskur  landbúnaður   er svo háður   erlendum aðföngum að hann tryggir  þjóðinni ekki fæðuöryggi  fyrir  fimm aura , ef  tekur fyrir aðdrætti erlendis  frá.  Það á að hlífa okkur við svona  bulli. Bændur óttast  að fá ekki lengur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 651

Lögreglan er  sögð mútuþægin, sagði fréttamaður Stöðvar  tvö (07.07.2011) og átti  við lögregluna í Taílandi. Þetta hljómaði  ekki rétt í eyrum Molaskrifara. Betra  hefði verið að segja: Lögreglan er sögð mútuþæg. Eða: Lögreglan er sökuð um mútuþægni.      Úr mbl.is (06.07.2011): 365 miðlar ehf. eignuðust 47% hlut í Hjálmi, aðaleiganda útgáfufélagsins Birtíngs, í janúar síðastliðinn.  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 650

  Það er engu líkara en svolítið sé að rofa til hjá  Ríkisútvarpinu í Efstaleiti, ef marka má viðtal við Sigrúnu Stefánsdóttur  dagskrárstjóra í Morgunblaðinu (05.07.2011). Dagskrárstjórinn gerir sér grein fyrir að   gengið hefur  verið  fram af  öllu venjulegu fólki  með óhóflegu magni íþróttaefnis og með því að henda  fréttatímum til í dagskránni eftir því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 649

Með ruslpóstinum barst Molaskrifara auglýsingabæklingur fyrir svokallaða  go-kart braut í Garðabæ. Ekki kann  Molaskrifari  gott íslenskt  orð fyrir þessa  smábíla  og væri gaman að heyra   tillögur um slíkt. í bæklingnum  segir, að brautin sé stærsta, fullkomnasta, fjölbreyttasta og  hraðskreiðasta go-kart braut Íslandssögunnar.  Ekki lítið! Nú er Íslandssaga  svokallaðra  go-kart  brauta  í mesta lagi  fáein ár, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 648

Franska togarann tók niðri, sagði fréttamaður Ríkissjónvarpsins  (03.07.2011)  Togarann tók ekki niðri. Togarinn tók  niðri. Það ætti enginn fréttamaður að flaska á svona   grundvallaratriði. Úr mbl.is (03.07.2011): Miklar rigningar ollu skriðuföllum í Sichuan héraði í suðvesturhluta Kína í dag. Skriðan einangraði héraðið frá umheiminum.  Ein skriða einangrar ekki Sichuanhérað  frá umheiminum,  jafnvel þótt  hún falli …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 647

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (02.07.2011)  klukkan 12 20 var sagt frá  því  að björgunarbátar  væru á leiðinni til að  bjarga áhöfn og farþegum úr báti sem strandað hefði við Lundey á Kollafirði. Í  fréttum Bylgjunnar klukkan  12  00 hafði hinsvegar  verið frá því sagt, að búið væri að bjarga öllu fólkinu. Það sama kom fram á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 646

  Eitt ofnotaðasta (og misnotaðasta) orðtak  tungunnar er  að vinna hörðum höndum að  einhverju.  Hlálegt dæmi um þetta var í Fréttatímanum (01.07.2011)  þar sem segir um auðkýfinginn Kára Stefánsson, sem á  sögufrægt stórhýsi í vesturbæ  Reykjavíkur,  að hann  vinni nú hörðum höndum að því að  byggja annað glæsihýsi í Kópavogi!!  Molaskrifari  sér ekki auðmanninn fyrir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 645

Það getur  vart  talist vandað mál, þegar fréttamaður  segir,  að tiltekinn atburður hafi gerst  svo snemma sem .. Í níufréttum Ríkisútvarps (01.07.2011) talaði fréttamaður um tölvupósta sem hefðu verið sendir  svo snemma  sem … Þetta   er  enskættuð íslenska   alveg eins er það ekki vandað mál að tala um að  eitthvað sé á  pari við eitthvað  …

Lesa meira »

» Newer posts