Þórhallur Jósepsson sendi Molum þennan prýðilega pistil: ,,Fyrirsögn á vef DV, dv.is, minnti mig á tilhneigingu blaða- og fréttamanna sem virðist ágerast. Kannski eru þetta ekki villur, en stappa nærri því. Fyrirsögnin er: „Bilun kom upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.“ Fregn af þessu tagi er líka orðið algengt að orða: „Bilun varð ….“ Hvers vegna ekki: …
Monthly Archive: ágúst 2011
Molar um málfar og miðla 690
Hjá Þrótt var markahæstur, sagði íþróttafréttamaður Ríkisútvarps í sexfréttum ( 16.08.2011). Hjá Þrótti var markahæstur, hefði hann betur sagt. Davíð sendi eftirfarandi af pressan.is (16.08.2011) : Allir dreyma, jafnvel þótt þeir muna ekki eftir draumunum þegar þeir vakna. Ekki gerðar miklar kröfur um að menn séu skrifandi þar á bæ! Alla dreymir …
Molar um málfar og miðla 689
Sumarliði að störfum á visir (14.08.2011): Slit varð á ljósleiðara Mílu á Vesturlandi um kl. 10.30 í morgun, við Haffjarðará, milli Haukatungu og Söðulsholt. Viðgerðamenn eru komnir á staðinn til viðgerða, segir í tilkynningu frá Mílu. Slit varð á ljósleiðara! Ljósleiðari slitnaði, fór í sundur. Milli Haukatungu og Söðulsholts. Viðgerðarmenn eru komnir á staðinn. Þetta …
Molar um málfar og miðla 688
Bjarki M. Karlsson, fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins sendi Molaskrifara svohljóðandi bréf: Sæll Eiður, Ég vil gjarna bóka andmæli við það sem þú segir ranga málnotkun í útvarpsfrétt minni sem þú gagnrýnir í pistli þínum númer 686. Þú segir: „Í fréttum Ríkisútvarps (11.08.2011) var sagt frá því að Paul Watson hefði hvergi fengið húsnæði til …
Molar um málfar og miðla 687
Það er algengt að sjá auglýst verð á jarðaberjum í verslunum. Ætti að vera; verð á jarðarberjum. Meira að segja á umbúðum utan um ís frá Krónunni stendur að ísinn sé með jarðaberjabragði. Úr tíufréttum Ríkissjónvarps (11.08.2011):Lífeyrissjóðurinn lánaði bæjaryfirvöldum í Kópavogi hundruð milljónir króna á haustmánuðum 2008. Máltilfinning Molaskrifara segir honum að hér hefði …
Molar um málfar og miðla 686
Molavin sendi eftirfarandi (11.08.2011): „Spenna fer nú að færast í dönsk stjórnmál, en alþingiskosningar eru fyrirhugaðar í haust.“ Upplýsa þarf blaðabörn um það að hvert hinna norrænu þjóðþinga ber sitt eigið nafn. Alþingi er á Íslandi en Folketinget í Danmörku, Stortinget í Noregi og Riksdagen í Svíþjóð. Alþingiskosningar fara því aðeins fram á Íslandi. Trúlegt …
Molar um málfar og miðla 685
Gæti skilað einn milljarð króna , var sagt í fréttum Stöðvar tvö (11.08.2011). Ætti að vera: Gæti skilað einum milljarði króna. Fínn þáttur í Ríkissjónvarpinu (11.08.2011) í minningu Ólafs Gauks. Snyrtilega og smekklega saman settur eins og Andrésar Indriðasonar var von og vísa. Samkvæmt upplýsingafulltrúa embættisins, sagði fréttamaður Ríkissjónvarps (11.08.2011), Betra hefði verið: …
Molar um málfar og miðla 684
Útvegsbóndi er gamalt og gott orð. Það er notað um bónda sem gerir út. Þann sem stundar sjó og landbúnað jöfnum höndum. Gamalt og gróið félag er Útvegsbændafélag Vestmannaeyja. Það er því óþarfi að tala um sjávarútvegsbónda eins og gert var er ágætur viðmælandi var kynntur til sögunnar í morgunútvarpi Rásar eitt (09.08.2011). Úr mbl.is …
Molar um málfar og miðla 683
Fáránleg fyrirsögn í DV (08.08.2011) : Stofna flokk ef þingið hlýðir ekki. Undir fyrirsögninni er vitnað í ummæli prófessors Þorvaldar Gylfasonar. Hann notaði hvergi þetta orðlag. Alþingi er ekki þjónn neins. Stjórnlagaráð getur ekki sagt Alþingi fyrir verkum. Vald þingsins, þingviljinn, er skoðun meirihluta þingmanna hverju sinni. Óánægðir stjórnlagaráðsmenn geta stofnað eins marga stjórnmálaflokka og …
Molar um málfar og miðla 682
Óvenjulega sprækur fréttatími í Ríkissjónvarpinu (08.08.2011). Fréttir sem ekki voru annarsstaðar. Óneitanlega sér maður atvikið í Blautulónum í dálítið öðru ljósi eftir þennan fréttatíma. Lokamyndin af sólarlagi við Gróttu var frábærlega falleg. Þar talaði þögnin. Egill sendi eftirfarandi ábendingu: „Sagði hún að Blondeau hefði enga hugmynd um þá miklu úlfhúð sem væri vegna myndanna og …