Monthly Archive: ágúst 2011

Molar um málfar og miðla 681

Þegar Morgunblaðið í  nafnlausum Staksteinum (06.08.2011) skensar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, enn einu sinni   fyrir að hafa  farið fjarðavillt á  Vestfjörðum lendir  Staksteinaskrifari (eða prófarkalesari, ef sú stétt er enn á lífi í Hádegismóum) ofan í keldu. Staksteinum  lýkur á  augljósri tilvísun í  frægt  ljóð  Tómasar Guðmundssonar, eins  besta ljóðskálds okkar á liðinni öld.  Í Staksteinum  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 680

Fjöldi góðra  nýyrða hefur verið  búinn  til um ýmis tól og tæki sem okkur  hafa borist. Nægir þar að minna á orð  eins og  sími, sjónvarp, útvarp, þota, þyrla. Af nógu er  að taka. Í  Ríkisútvarpinu  hafa  míkrófónar  verið auglýstir að undanförnu. Um þessi  tæknitól er  til  prýðilegt íslenskt orð,- orðið hljóðnemi. Gegnsætt og gott. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 679

Óskandi væri að einhver gæti fengið stjórnendur Ríkissjónvarpsins  til að hætta að sýna okkur dellumyndir, sem eru sérhannaðar fyrir ameríska  táninga, á besta áhorfstíma á föstudagskvöldum.  Myndin sem sýnd var í kvöld (05.08.2011, College Road Trip) fær einkunnina 3,7  af 10,0  á Inernet Movie  Database! Kolaportið auglýsir í fylgiriti Morgunblaðsins (04.08.2011): Komdu og  verslaðu allskyns  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 678

Það hefur verið góð tilbreyting  að undanförnu að sjá í Ríkissjónvarpinu fallegar myndir af íslenskum gæðingum á heimsmeistaramótinu í Austurríki í staðinn  fyrir  sífellda boltaleiki alla daga. Í  fréttum  Ríkisútvarpsins (03.08.2011) kom fyrir  sögnin að ánafna en hún merkir að arfleiða að einhverju. Sögnin hefur veika beygingu. Því var  ekki rétt að segja ánefndi safninu, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 677

Einu sinni þótti fínt að sletta dönsku á Íslandi. Nú er þykir fínt að sletta ensku. Stöð tvö   reynir að laða til sín áskrifendur með enskuslettum í auglýsingu í Fréttablaðinu (03.08.2011). Þar segir:  Vild is  ðe  hól pojnt. Molaskrifara finnst þetta hvorki fyndið né smekklegt. Ef til vill skortir hann bæði kímnigáfu og tilfinningu  fyrir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 676

  Lesandi skrifar: ,, Nú er orðið „cross fit“ mikið í fréttum. Mikið væri ég til í að heyra íslenskun á þessu. Er kannski til orð yfir þessa íþrótt? Fjölþraut? Alþraut? “  Hér m eð  er óskað  eftir tillögum lesenda um gott   íslenskt  orð, sem nota  má  þessa írþrótt eða keppnisgrein. Annar góðvinur Molanna  Molanna …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 675

Laugardagskvöldið um verslunarmannahelgi (30.07.2011) voru tvær  af þremur   kvikmyndum kvöldsins í Ríkissjónvarpinu endursýnt efni. Þagað var um það þegar dagskrá kvöldsins var kynnt fyrir  fréttir. Það er  dónaskapur  gagnvart áhorfendum. Magnús sendi eftirfarandi: ,,Í gærkvöldi (29.7.2011) var í sjónvarpsfréttum fjallað um verslunarmannahelgina og ferðir fólks vítt og breitt um landið og hvert best væri að …

Lesa meira »

» Newer posts