Í fréttum Stöðvar tvö (28.09.2011) var sagt: … var samstaða einkennandi meðal lögreglumanna. Ekki er þetta lipurlega orðað. Betra hefði til dæmis verið: Mikil samstaða var meðal lögreglumanna. Í tæplega mínútulöngu viðtali í sexfréttum Ríkisútvarpsins (28.09.2011) notaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þrisvar sinnum orðið markviss ! Ögmundur hefur vonandi meiri orðaforða en þetta gefur til kynna. …