Monthly Archive: september 2011

Molar um málfar og miðla 712

Hversvegna lætur Fjölmiðlanefnd það viðgangast að Ríkisútvarpið brjóti nýsett fjölmiðlalög? Í gærkveldi (11.09.2011) sýndi Ríkissjónvarpið Lífverðina klukkan 2045. Myndin er bönnuð börnum. Skv. 28. grein fjölmiðlalaga má ekki um helgar sýna efni sem er bannað börnum fyrr en eftir klukkan 2200. Er Ríkisútvarpið hafið yfir fjölmiðlalögin? Þurfa stjórnendur Ríkisútvarpsins ekki að fara að lögum? Er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 711

Í tíufréttum Ríkisútvarps (08.09.2011) var talað um að stöðva skuldavandann. Ekki er hægt að tala um að stöðva vanda. Hér hefði til dæmis mátt tala um að ráða bót á skuldavandanum. Á mbl.is (08.09.2011) er talað um að slökkviliðsmenn hafi náð valdi á skógareldum í Texas. Venja er tala um að ná tökum á eldi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 710

Úr Fréttablaðinu (08.09.2011): (um skólphreinsistöð) … sem sett er saman á Egilsstöðum úr elementi frá Danmörku og tanki frá Tékkalandi. Hér er líklega átt við einingar eða einingu frá Danmörku og tank eða geymi frá Tékklandi. Eftirfarandi er úr frétt á visir.is (07.09.2011): Það fékk farþegi á leið frá Phoenix til Texas í Bandaríkjunum að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 709

Undir lok næturútvarps á Rás eitt snemma að morgni (07.09.2011) var kynnt tónverk með þeim orðum að einleikari væri Gulda Friedrich. Þetta er eins og að segja að verk sé eftir Liszt Franz. Morgunfrúin sem svo kallar sig á Rás eitt leiðrétti þetta og talaði réttilega um Friedrich Gulda (sem var austurrískur píanisti) eftir að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 708

Í fréttum Stöðvar tvö (05.09.2011) var sagt að lögregla hefði ekki getað sinnt tilteknu máli vegna fáliðunar. Betra hefði verið: Lögreglan var svo fáliðuð að hún gat ekki sinnt málinu. Egill sendi (05.09.2011): Á dv.is stendur: „Tilkynnt var um ungbarn sem skilið hafði verið eftir bundið í bílstól í bifreið utan við veitingahúsið Ránna í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 707

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra brást hart við árás Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á ríkisstjórnina í fréttum Stöðvar tvö (05.09.2011). Viðbrögð Össurar fóru hinsvegar alveg framhjá fréttastofu ríkisins í Efstaleiti, sem í sínum fréttatíma seinna um kvöldið endurtók ummæli Ólafs Ragnars frá því um helgina. Fréttin snerist annars mest um viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins, sem jafnan eru …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 706

Það er eiginlega meinfyndið að Morgunblaðið skuli skrifa leiðara um sögufölsun (03.09.2011). Morgunblaðið neitar horfast í augu við þær staðreyndir að ríkisstjórnin hefur náð miklum og merkilegum árangri í efnahagsmálum og ríkisfjármálum. Morgunblaðið kýs að halda áfram að ljúga að lesendum sínum. Þetta með sögufölsunina minnir á að undir lok liðinnar aldar réðu Sjálfstæðismenn því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 705

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ talaði (02.09.2011) um  gestafjölda á Ljósanótt. Hann talaði um  aukinn þéttleika í þátttökunni. Þetta er  auðvitað  hálfgert bull í kansellístíl. Hann var að tala um aukna þátttöku.      Egill sendi eftirfarandi (02.09.2011): ,,Ég sá í sjónvarpsauglýsingu í gærkvöldi að Ljósanótt stendur yfir frá einn til fjórir september. Það er eins og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 704

Árni sendi eftirfarandi (01.09.2011): ,, Tvennt er það sem mér finnst vert að „berjast gegn“. Einhverra hluta vegna fer þetta í taugarnar á mér. Annars vegar er það nafnorðið verð sem stöðugt er notað í fleirtölu. Hitt er þegar stöðugt er staglast á því að þessi eða hinn hafi „misst“ x kíló.” Molaskrifari er Árna …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 703

Gamall vinur Molaskrifara að vestan sendi eftirfarandi: ,,Sæll, félagi: Sit hér og horfi á beina útsendingu frá Hörpu. Fram kom hvatamaður fjársöfnunar, sem er tilgangur tónleikanna og talaði um þörfina á „vermdun“ Þeirra, sem söfnunin beinist að. Nú hef ég oft heyrt þannig tekið til orða. Að „vermda“ einhvern eða eitthvað. Þetta þekki ég ekki …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts