GRÁTVEGGURINN Í fréttum Ríkisútvarpsins kl. 16 00 á mánudag (27.006.2016) var talað um helgistað Gyðinga í Jerúsalem, grátvegginn. Nú hefur það verið föst málvenja í íslensku í áratugi, ef ekki aldir, að tala um grátmúrinn, EKKI grátvegginn. Þetta er álíka og ef allt í einu væri farið að tala um Kínavegginn, ekki Kínamúrinn. Mikilvægt er …
Monthly Archive: júní 2016
Molar um málfar og miðla 1969
FLJÓTASTA VÍTIÐ Sigurður Sigurðarson skrifaði (26.06.2016) :,, Sæll, Á mbl.is segir eftirfarandi: Írland fékk vítaspyrnu eftir eina mínútu og 58 sekúndur, sem er fljótasta víti í sögu Evrópumótsins. Átt er við að aldrei áður í sögu keppninnar hafi víti verið dæmt jafn snemma í leik. Vítið eitt og sér setti engin met, hljóp hvorki né skoraði mark. …
Molar um málfar og miðla 1968
VERÐI LOKAÐ Rafn skrifaði eftirfarandi (24.06.2016): ,, Á vefmogga má sjá fyrirsögnina: (Innlent | mbl | 23.6.2016 | 19:30 | Uppfært 24.6.2016 0:00) Verði lokað innan þriggja mánaða Ekki er ljóst hvernig fyrirsögnin tengist viðkomandi frétt eða hvers vegna er í fyrirsögn hvatt til lokunar einhvers ótilgreinds innan þriggja mánaða. Í fréttinni er þvert á móti fjallað um, að fréttaefnin (eigendur tveggja húsa) …
Molar um málfar og miðla 1967
NÝJUM FORSETA FAGNAÐ Þjóðin hefur kjörið sér nýjan forseta. Þann sjötta í sögu lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing. Molaskrifari fagnar kjöri hans og færir honum einlægar árnaðaróskir og veit að honum mun vel farnast í vandasömu starfi. Í kosningabaráttunni var stundum sótt að honum með undarlega ómaklegum hætti. Hann varðist vel og lét það ekki …
Molar um málfar og miðla 1966
VANDRÆÐALEGUR VIÐTENGINGARHÁTTUR Sumir eiga sífellt í erfiðleikum með að nota viðtengingarhátt rétt. Dæmi um þetta var í fyrirsögn á mbl.is (23.06.2016): Fóstureyðingum fjölgi um 108% Eins og verið verið að hvetja til þess að fjölga fóstureyðingum um 108%.: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/06/23/fostureydingum_fjolgi_um_108_prosent/ Svo var þó auðvitað ekki, en þetta var síðar lagfært. Villur af þessu tagi sjást of …
Molar um málfar og miðla 1965
LÉST EÐA VAR DREPINN? Sigurður Sigurðarson skrifaði (20.06.2016): ,, Þessi frétt er varla boðleg á visir.is. Í upphafi fréttar segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, blaðamaður: „Anton Yelchin lést í bílslysi fyrr í dag.“ Og svo heldur hún áfram: „Leikarinn Anton Yelchin var drepinn í örlagaríku bílslysi snemma í morgun,“ sagði í yfirlýsingu frá talsmanni hans. „Fjölskylda …
Molar um málfar og miðla 1964
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA – EKKI KOSNING Málglöggur lesandi skrifaði Molum (21.06.2016): ,,Hvað segir þú um þetta upphaf á forystugrein í Fréttablaðinu? „Bretar kjósa nú á fimmtudag um áframhaldandi veru sína innan Evrópusambandsins. Kosningarnar eru tvísýnar, skoðanakannanir síðustu mánaða hafa verið meira og minna jafnar upp á hár.“ Er þetta ekki þjóðaratkvæðagreiðsla? Enginn talar um þjóðarkosningu …
Molar um málfar og miðla 1963
SKIPIN SLÖKKVA Á SÉR Undarlega var að orði komist í fréttum Ríkisútvarps (09.06.2016) þegar var fjallað var um hremmingar skipa í breska flotanum vega mikils hita. Sagt var að breski sjóherinn væri í vandræðum vegna þess að skip hefðu slökkt á sér vegna hita. Skip slökkva ekki sér. Það hefur sennilega drepist á vélunum vegna …
Molar um málfar og miðla 1962
,,NIÐUR LÆKJARGÖTU” Molavin skrifaði (15.06.2016): ,, Af fréttavef ruv.is (15.06.20169: „hófst eftirförin við Lækjartorg við Austurstræti. Ökumaður bifreiðarinnar ók á ofsahraða niður Lækjargötu í átt að Reykjavíkurtjörn.“ Nú hef ég aldrei heyrt talað um að Lækjargata liggi upp eða niður, líkt og t.d. Bankastræti, en þar sem hún er nokkurn veginn lárétt mætti ætla að rökréttara væri …
Molar um málfar og miðla 1961
Stundarhlé hefur verið á Molaskrifum vegna fjarveru skrifara, sem brá sér af bæ, eins og þar stendur. Allmargar ábendingar hafa borist og verða þær birtar á næstu dögum, svo og almennar athugasemdir um málfar í fjölmiðlum , sem Molaskrifari hnaut um, þótt fjarri væri fósturjörðinni. KNATTSPYRNUSKRIF OG LÝSINGAR Fyrrverandi starfsbróðir í fréttamennskunni skrifaði (16.06.2016): …