HNÖKRAR Nokkra málfarshnökra mátti heyra í hádegisfréttum Ríkisútvarps á sunnudag (05.06.2016). Þar var meðal annars sagt: ,, … í útför hnefaleikakappans Mohammeds Ali sem gerður verður frá Louisville í Kentucky á föstudag.” , – sem gerð verður. Einnig var sagt: ,, Hinsegin framhaldsskólanemum líður mun verr en gagnkynhneigðum skólasystkinum sínum”. Skólasystkinum þeirra, finnst Molaskrifara að …
Monthly Archive: júní 2016
Molar um málfar og miðla 1959
MJÖG TIL BÓTA Framsetning á veðurfregnum Ríkissjónvarpsins hefur tekið stakkaskiptum. Til hins betra. Mátti svo sem segja, að tími væri til kominn. Nú stendur Ríkissjónvarpið á þessu sviði alveg jafnfætis því besta sem sést í veðurfregnum erlendra stöðva. Mér finnst veðurfræðingarnir okkar reyndar um margt gera betur en erlendir starfbræður þeirra, og er þá ekki …
Molar um málfar og miðla 1958
BEITUR Fyrirsögn úr Morgunblaðinu (01.06.2016): Sjö metra hákarl skorinn í beitu. Málkennd Molaskrifara segir honum, að hér hefði átt að segja að sjömetra hákarl hefði verið skorinn í beitur. Þar var ekki ætlunin að nota hákarlinn til beitu, sem agn fyrir fiska. Hann var skorinn í beitur til verkunar og átu, – bragðast …
Molar um málfar og miðla 1957
EKKI GOTT Velunnari Molanna benti skrifara á þessa frétt á fréttavef Ríkisútvarpsins (02.06.2016) : http://www.ruv.is/frett/okumadur-a-gjorgaeslu-eftir-bilveltu Í fréttinni segir meðal annars:,, Bíllinn hafi festist í fjallshlíðinni og þegar bílstjórinn reyndi að leysa bílinn úr hjólförum fór hann fram af brúninni og valt sex veltur. Konan og börnin voru þá farin úr bílnum og því maðurinn einn eftir …
Molar um málfar og miðla 1956
RÖNG GREINING FRUMLAGS Molavin skrifaði (01.06.2016): ,,Það er nær daglegur viðburður að sjá í fréttaskrifum ranga greiningu frumlags í setningu. Sbr. þessi dæmi úr sömu frétt ruv.is í dag 1.6.2016: „Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu björguðu erlendum ferðamönnum… Lögregla fékk tilkynninguna um miðnætti og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita…“ Þarna var það lið sem bjargaði og lögregla sem …
Molar um málfar og miðla 1955
UM FYRIRSAGNIR Sigurður Sigurðarson skrifaði (29.05.2016): ,,Í Morgunblaðinu 27. maí 2016 segir í undirfyrirsögn og millifyrirsögn í grein um dóma Hæstaréttar: Dómur dyravarðar mildaður Að sjálfsögðu skilst þetta orðalag vegna samhengis við annað í greininni. Dyravörðurinn kvað ekki upp dóm sem síðar var mildaður. Líklega hefði verið réttara að orða þetta svona: Dómur yfir dyraverði mildaður. …