Monthly Archive: júlí 2016

Molar um málfar og miðla 1981

NOTKUNARVALKOSTUR Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (13.07.2016): ,,Ólafur Oddsson kenndi íslensku í MR. Ég notaði einhverju sinni orðið „valkostur“ í ritgerð. Hann fullyrti að það orð væri ekki til. Samsetningin er val og kostur og merkir nokkurn veginn hið sama, þó blæbrigðamunur sé á þeim. Við lestur á skýrslu um sæstreng milli Íslands og Bretlands rakst …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1980

ENDALAUS RUGLINGUR Þeim fréttaskrifurum virðist fara fækkandi, sem kunna skil á því, að munur er á  að kjósa og að greiða atkvæði um eitthvað. Í frétt um afstöðu stjórnarandstöðuflokkanna til búvörusamninganna, sem birt á var á mbl.is (12.07.2016) sagði: ,,Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir munu ekki kjósa með bú­vöru­samn­ing­un­um í óbreyttri mynd.” Það verður ekki kosið með eða móti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1979

AÐ SPYRNA SAMAN MÁLUM! Í kvöldfréttum sjónvarps (11.07.2016) var rætt við talsmann kúabænda um stjórnvaldssektina, sem MS hefur hlotið og nýja búvörusamninga, sem koma til kasta Alþingis í sumar. Fréttamaður sagði: ,, … þannig að þingmenn spyrni saman tveimur ólíkum málum og greiði atkvæði gegn samningunum” – Búvörusamningunum. Hér óskiljanlegt rugl á ferð. Að spyrna …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1978

  MÁLFARSKVILLI Molavin skrifaði (11.07.2016) : „Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía…“ segir í frétt á síðu RUV 11.7.16. Þágufallssýki er málfarskvilli, sem ætti ekki að sjást á vefsíðu Ríkisútvarpsins. „liðið vantaði ekki mikið…“ ætti að standa. Enginn yfirlestur en málfarsráðunautur ætti vitaskuld að láta til sín …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1977

ÓVANDVIRKNI Molavin skrifaði (08.07.2016):,, Oft er fjallað um kunnáttuleysi blaðamanna og talað um fréttabörn. Það er ekki að ástæðulausu og varðar ekki aðeins málfar. Þekkingarskortur á umfjöllunarefni er oft átakanlegur. Í dag (8.7.16) er í Fréttablaðinu erlend frétt um formannsbaráttu í brezka Íhaldsflokknum. Þar er Andre Leadsomítrekað, bæði í frétt og fyrirsögn, sögð Leadson að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1976

GESTGJAFARUGL RÍKISSJÓNVARPSINS Óhikað las ágætur fréttamaður í seinni fréttum Ríkissjónvarps í gærkvöldi (07.07.2016) ambögutexta, sem hin fjölmenna íþróttadeild Ríkisjónvarpsins hefur líklega rétt honum.   Fréttaþulur sagði: ,,Gestgjafar Frakka tóku á móti Þjóðverjum í Marseille”. Þetta er dæmalaust rugl eins og áður hefur nefnt hér í Molum. ,,Frönsku gestgjafarnir tóku á móti Þjóðverjum í Marseille.” Frakkar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1975

HVER – HVOR Sigurður Sigurðarson skrifaði (06.07.2016): ,,Sæll, Þetta mátti lesa í frétt á visir.is. Höfundurinn er Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður, og hann verður að taka sig á:   Aðalvinningurinn gekk út en Finni og tveir Norðmenn skipta honum á milli sín. Þeir fá hver um sig tæpar 59 milljónir króna.    Villan varðar málfræði og sker í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1974

  HVAÐ GERIR AÐ ….? Molalesandi spyr Molaskrifara á netinu: ,,Má ekki svipta menn ríkisfangi fyrir svona fyrirsagnir?” Fyrirsögnin er:,,Hvað gerir að Vigdís hyggst hætta?” Molaskrifara finnst það nú kannski full langt gengið, en alvarlegt tiltal ætti ritstjóri að veita þeim fréttamanni, sem ber ábyrgð á þessu. http://www.hringbraut.is/frettir/hvad-gerir-ad-vigdis-hyggst-haetta#.V3pTIeTsye8.facebook FRANSKAR KARTÖFLUR Á dögunum átti skrifari leið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1973

TÍMAPUNKTUR OG FLEIRA Sigurður Sigurðarson skrifaði (03.07.2016): ,,Sæll, Hvað finnst þér um þetta sem birtist á mbl.is? „Ég vissi að ég yrði að taka víta­spyrnu á ein­hverj­um tíma­punkti og ég var með hjartað í munn­in­um. Það er erfitt að setja þetta í orð en ég var yfir mig ánægður að sjá bolt­ann fara inn,“ sagði þessi 26 ára gamli leikmaður Köln­ar.   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1972

MÁNAÐARLEG BRÚÐARGJÖF! Rafn skrifaði (01.07.2016): ,,Þetta var á vef visir.is (30.06.2016). Er nokkur nema íslenzk fréttabörn, sem halda að brúðargjafir séu endurteknar mánaðarlega?? ,,Nú gengur póstur um netið á arabísku þar sem segir að íslenskur ráðherra hafi lofað þeim útlendingum sem giftast Íslendingum fimmþúsund dollurum í brúðargjöf.,,Sjá: http://www.visir.is/telja-sig-fa-600-thusund-a-manudi-flytji-their-til-islands-og-giftist-islenskri-konu/article/2016160639860 Þakka bréfið, Rafn. Meira en lítið undarlegt. …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts