Monthly Archive: ágúst 2016

Molar um málfar og miðla 2012

MYNDBIRTINGAR Molavin skrifaði (29.08.2016): ,,Lögreglan lýsti í dag, mánudag eftir átta ára gamalli stúlku. Til að auðvelda almenningi að veita aðstoð var birt mynd af stúlkunni. Til allrar hamingju fannst hún skömmu síðar heil á húfi. Börn á þessum aldri eru viðkvæm fyrir umtali jafningja og það hefði verið við hæfi að draga til baka …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2011

ÁHAFNARMEÐLIMIR OG FLEIRA  Áhafnarmeðlimir hafa ítrekað komið við sögu í fréttum að undanförnu. Hálfgert leiðindaorð ( d. besætningsmedlem). Stöku sinnum hefur þó verið talað um flugliða, – betra. Í Speglinum (26.08. 2016) var sagt: ,, Einkenni sem þeir flugliðar, sem veikst hafa um borð í vélum Icelandair lýsa svipað … afsakið, – svipar um margt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2010

FÖSTUDAGURINN LANGI Ingibjörg skrifaði (24.08.2016): ,,Ekki er Moggafólkið betra í ensku en í íslensku! Það veit ekki að Good Friday er föstudagurinn langi.,, Erlent | AFP | 24.8.2016 | 14:56 ,,Hermaður lagði á ráðin um hryðjuverk – Breskur hermaður var handtekinn í morgun grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Handtakan ten ist rannsókn á hryðjuverkum í Norður-Írlandi skv. upplýsing …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2009

ÞINGMANNAVIÐTÖL Í fréttum Ríkissjónvarps á þriðjudagskvöld (23.08.2016) var rætt við tvo þingmenn, varaformann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson og formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur. Guðlaugur Þór var fyrst spurður hvort ósamstaða væri í ríkisstjórninni. Hann vék sér fimlega undan að svara. Aftur var hann spurður um þau ummæli Katrínar, að stjórnarflokkarnir væru að færast fjær …

Lesa meira »

Molar um miðla og málfar 2008

SLÆMT Hvað segir það okkur hlustendum, þegar íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins les í aðalfréttatíma (22.08.2016): ,,LEIKUNUM í Ríó er nú borið saman við leikana í Atlanta 1996 og í Aþenu 2004, leikar sem gengu ekki alveg upp (!) ”. Það segir okkur, að viðkomandi hafi ekki gott vald á móðurmálinu. Ætti ekki að skrifa fréttir, nema undir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2007

  VISIR.IS SETUR MET Sigurjón Skúlason skrifaði (22.08.2016) og notaði fyrirsögnina ,,Hræðilegt frétt” : ,,Heill og sæll Eiður. Mig langaði að vekja athygli þína á frétt á Vísi.is sem birtist í dag, 22.08.2016. Fréttin ber öll merki þess að hafa ekki verið lesin yfir en vafalaust hefur hún verið þýdd beint af einhverjum erlendum miðli. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2006

ENN OG AFTUR Af dv.is (19.08.2016): ,,Annar þeirra katta sem drapst í Hveragerði í byrjun mánaðarins var byrlað sama eitur og þeir kettir sem drápust skyndilega í bænum fyrir rúmu ári. “ Enginn sér eða skilur, að því er virðist, að þetta er málfræðilega rangt. Ætti að vera: ,,Öðrum þeirra katta, sem drápust í Hveragerði í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2005

HANDLEGGUR OG BLÓÐ Margir hafa vakið athygli Molaskrifara á einkennilegum fyrirsögnum í Fréttablaðinu í gær (18.08.2016). Árni Gunnarsson, áður starfsbróðir í fréttamennsku og þingbróðir, fjallar um þessi undarlegu skrif á fasbók. Árni segir:,, ÞARF EKKI AÐ KOSTA HANDLEGG OG ANÍTA ER KOMIN MEÐ BLÓÐ Á TENNURNAR. – Þetta eru tvö dæmi um fyrirsagnir í Fréttablaðinu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2004

AÐ AUSA OG PRJÓNA Þorvaldur skrifaði Molum (16.08.2016): ,,Sæll Eiður Í vefmogga er sagt frá því að fjörurra ára drengur hafi fengið í höfuðið framhóf á hrossi sem jós og fór upp á afturfæturna. Sagt er að hross prjóni þegar þau lyfta framfótum en ausi þegar afturfótum er lyft. Í viðtali við berjatínslumann fyrir nokkrum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2003

ÚRSKURÐUR – EKKI DÓMUR Molavin skrifaði (16.08.2016): ,, „Mennirnir voru báðir dæmdir í gæsluvarðhald til 9. september…“ skrifar Hjálmar Friðriksson á fréttasíðu RUV (16.8.2016). Það er eins og sumir fréttamenn læri ekki af ítrekuðum leiðréttingum. Hæstiréttur úrskurðaði umrædda bræður í gæsluvarðhald en rannsókn málsins er ekki lokið og þar af leiðandi hefur ákæra ekki verið …

Lesa meira »

Older posts «