Molaskrifari spáði því í gær í Fésbókarfærslu (09.03.2011), að fréttin um Gallup-könnun ,sem sýndi 63% stuðning við Icesave yrði eindálkur neðst á áttundu síðu í Mogganum í dag (10.03.2011). Ekki fjarri lagi. Fréttin er á áttundu síðu, neðst, tvídálkur (6sm). Mogginn bregst ekki. Faglegt fréttamat fyrirfinnst ekki í Hádegismóum. Nú er aðalmálið í leiðara blaðsins, ekki efni Icesave samningsins, heldur hvað samninganefndarmenn fengu greitt fyrir vinnu sína ! Nú skiptir það öllu máli. Það er illa komið fyrir gamla Mogga.
Skildu eftir svar