ÓÞAKKLÆTI Ólafur Kristjánsson skrifaði Molum (26.01.2017) : ,,Á mbl.is 26/7 er sagt að Chelsea Manning sé óþakklát (e. ungrateful).Nafnorðið er þá væntanlega óþakklæti. Getur verið að þýðandi þekki ekki orðið vanþakklát?“. Er það ekki augljóst, Ólafur? Þakka bréfið. Í gamla daga hefði orðið uppi fótur og fit á næsta ritstjórnarfundi hjá Mogga, ef svona texti hefði …
Molar um málfar og miðla 2102
SLÖK VINNUBRÖGÐ Molavin skrifaði (26.01.2017):,, Frétt um nokkuð öflugan jarðskjálfta í Kötluöskjunni var eðlilega fyrsta frétt í síðdegisfréttum Ríkisútvarpsins (26.1.16) og svo var sagt: „við heyrum í honum Gunnari á skjálftavaktinni…“ Ekkert föðurnafn eða nánari starfslýsing. Rétt eins og frétt í Kardimommubænum; „Við heyrum í honum Tóbíasi í turninum.“ Svo lauk viðtalinu með þessum orðum: …
Molar um málfar og miðla 2101
LEITIR – KRAKKAFRÉTTIR RÍKISSJÓNVARPS Molavin skrifaði (24.01.2017): ,, Fréttir fyrir börn í Sjónvarpinu (kallaðar því kauðalega nafni Krakkafréttir) hófust í kvöld (24.1.16) á því sem kallað var „leitir að fólki“. Mikilvægt er að RUV vandi mjög til orðalags og málfars í þessum sérstaka fréttatíma fyrir yngstu kynslóðina. Eins og fram kom réttilega í máli viðmælanda …
Molar um málfar og miðla 2100
HITI Víðast fjögur til átta stiga hiti á morgun. Þetta las reyndur fréttamaður í lok fjögur frétta á sunnudaginn var (22.01.2017). Heyrði greinilega ekkert athugavert við þetta orðalag, sem hefði átt að vera: Víðast fjögurra til átta stiga hiti á morgun. ORÐTÖK Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (23.01.2017) var tekið svona til orða: Það þótti þó …
Molar um málfar og miðla 2099
ÓSKÝR? Þessari spurningu varpaði Helgi Haraldsson, prófesssor emeritus í Osló fram í tölvupósti til Molaskrifara og vitnaði til ummæla í Ríkisútvarpinu (23.01.2017) þar sem sagt hefði verið: Aðalstjarna danska landsliðsins í handbolta, Mikkel Hansen, var myrkur í máli eftir að Danir féllu úr keppni á HM í handbolta í Frakklandi. – Væntanlega var átt við að …
Molar um málfar og miðla 2098
HVAÐ ER AÐ? Hér hefur stundum verið vikið að því hvernig dagskrárkynningar Ríkissjónvarpsins oft eru í skötulíki. Það sannaðist enn einu sinni í gær (22.01.2017). Þá boðaði lögreglan til blaðamannafundar með stuttum fyrirvara. Tilkynnt var í fjögur fréttum útvarps að fundurinn yrði í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Á skjá Ríkissjónvarpsins stóð: Dagskráin í dag: 16:49 …
Molar um málfar og miðla 2097
AÐ BLÓTA ÍSLENSKU Molalesandi skrifaði Molum (19.01.2017): ,,Sæll vertu Molaskrifari. Fyrir nokkrum dögum sá ég tvær afurðir íslensks kvikmyndaiðnaðar sama daginn: Kvikmyndina Hjartastein og þátt úr Föngum í sjónvarpinu. Tvennt áttu þessar myndir sameiginlegt: Óskýra framsögn sem álykta má að hljóti að vera sérstök námsgrein hjá leiklistarnemum nú um stundir. Mikla notkun á einu blótsyrði. …
Molar um málfar og miðla 2096
Á TÁNUM Molavin skrifaði (18.01.2017): ,,Ný mállýska virðist breiðast hratt út með hjálp fjölmiðla og netmiðla. Hún einkennist af samblandi af barnalegu málfari og hráum þýðingum úr ensku. Lítillar mótspyrnu gegn þessu gætir hjá yfirmönnum nefndra miðla. Dæmi um slíkt mátti heyra í Ríkisútvarpinu, Rás 1, í dag 18.01.16, þar sem viðmælandinn, læknir, talaði …
Molar um málfar og miðla 2095
MÁLSKOT Ágæt umfjöllun um málið og málnotkun er á mánudögum í morgunútvarpi Rásar tvö, þegar rætt er við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins . Í þættinum sl. mánudag (16.01.2016) nefndi hún notkun á orðinu umhleypingur , sem er karlkynsorð, oftast notað í fleirtölu um rysjótt tíðarfar. Fyrr í þættinum hafði umsjónarmaður talað um umhleypingarástandið. Öllu …
Molar um málfar og miðla 2094
MEÐ EINN TIL REIÐAR ! Athygli Molaskrifara var vakin á frétt á mbl.is (02.01.2017) um stjórnarmyndunarviðræður. Þar sagði :,, Þetta er einfaldlega liður í þessum stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, í samtali við mbl.is. „Það er ekki gert ráð fyrir að þetta verði mjög fjölmennur fundur. Það verða formennirnir með í mesta …