Molar um málfar og miðla 2020

  FÚSK Molavin skrifaði (20.09.2016):,, Það er dapurlegt þegar blaðamenn „leiðrétta“ rétt mál viðmælenda sinna og gera það að röngu máli. Á Vísi skrifar Tómas Þór Þórðarson frétt um kvennalandsliðið í knattspyrnu og tekur viðtal við Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Í myndskeiðinu sem fylgir segir Freyr réttilega: „Við hlökkum mikið til að vinna Skotana….“ en í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2019

SAGNORÐ SKIPI VEGLEGAN SESS Molavin skrifaði (15.09.2016): „Rangri nálgun hefur verið beitt á meðhöndlun streitu á vinnustöðum“ segir í frétt á ruv.is (15.9.2016). Það einkennir setningaskipan í enskri tungu að beita einkum nafnorðum. Íslenzka er hins vegar frásagnamál og hún verður því fegurri sem sagnorð skipa veglegri sess. Enska orðið „approach“ er mjög ríkjandi í bandarísku stofnanamáli …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2018

  ENN UM ÞOLMYND – GERMYND ALLTAF BETRI Í skóla og  störfum við skrif var Molaskrifara snemma kennt að forðast óþarfa notkun þolmyndar. Fyrirsögn í Morgunblaðinu (10.09.2016) var þessarar gerðar: Goðafoss fundinn af þýskum kafara. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/09/godafoss_fundinn_af_thyskum_kafara/ Hversvegna  ekki  þýskur kafari fann flak Goðafoss? Raunar hafa ýmsir  sem gjörla til þekkja leitarinn að flaki Goðafoss lýst …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2017

VIRKUR BYSSUMAÐUR Molavin skrifaði (08.09.2016): ,,Fréttabörn leika nú lausum hala á Morgunblaðinu. Í dag (8.9.16) segir í frétt um skotárás í bandarískum skóla að lögreglan leiti nú að „virkum byssumanni“. Í meðfylgjandi myndatexta sést að hér hefur barnið þýtt lögregluhugtakið „active shooter.“ Á mannamáli heitir það að lögreglan leiti að vopnuðum manni.   Þýðingar eru …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2016

  Um sinn verður áfram að birta bréf og ábendingar, sem borist hafa að undanförnu, ásamt með nýju efni.   SLÆM ÞÝÐING Sigurjón Skúlason skrifaði: ,,Heill og sæll Eiður Þann 4. september, kl. 23:01, birtist frétt á mbl.is undir fyrirsögninni „Skilar orðunni í mótmælaskyni“ Þessi svokallaða frétt er svo illa unnin að erfitt er að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2015

Hlé hefur verið á birtingu Molanna að undanförnu. Skrifari brá sér af bæ og tölvan ,sem komin er talsvert til ára sinna, fór í hvíldarinnlögn. Er öll hressari, en endurnýjun verður vart umflúin öllu lengur!   STRÆTI HREINSUÐ UPP Sveinn skrifaði (02.09.2016) Sæll Eiður, rakst á frétt Netmogga um aðgerðir í Kristjaníu og geri athugasemdir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2014

MISFURÐULEGAR SENDINGAR OG FLEIRA Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (01.09.2016) : ,,Sæll, Á visir.is er frétt og í henni segir:   ,,Það eru misfurðulegar sendingarnar sem stoppa í íslenska tollinum á leið sinni inn í landið. Sem dæmi mætti nefna póstsendingu sem barst um daginn frá Ungverjalandi, en hún innihélt McDonald’s hamborgara.” http://www.visir.is/hamborgari-stoppadur-i-tollinum/article/2016160909929 Mætti halda að hamborgarinn væri á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2013

ENDURTEKIÐ EFNI Ótrúlega margir fréttaskrifarar virðast ekki skilja hvenær er verið að kjósa og hvenær er verið að greiða atkvæði um eitthvað, til synjunar eða samþykktar. Þetta hefur oft verið nefnt í Molum. Fyrirsögn af mbl.is (30.08.2016): Seðlabankinn kaus gegn bónusum. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/30/sedlabankinn_kaus_gegn_bonusum/ Fulltrúi Seðlabankans greiddi atkvæði gegn bónusgreiðslum. Það er út í hött og rangt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2012

MYNDBIRTINGAR Molavin skrifaði (29.08.2016): ,,Lögreglan lýsti í dag, mánudag eftir átta ára gamalli stúlku. Til að auðvelda almenningi að veita aðstoð var birt mynd af stúlkunni. Til allrar hamingju fannst hún skömmu síðar heil á húfi. Börn á þessum aldri eru viðkvæm fyrir umtali jafningja og það hefði verið við hæfi að draga til baka …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2011

ÁHAFNARMEÐLIMIR OG FLEIRA  Áhafnarmeðlimir hafa ítrekað komið við sögu í fréttum að undanförnu. Hálfgert leiðindaorð ( d. besætningsmedlem). Stöku sinnum hefur þó verið talað um flugliða, – betra. Í Speglinum (26.08. 2016) var sagt: ,, Einkenni sem þeir flugliðar, sem veikst hafa um borð í vélum Icelandair lýsa svipað … afsakið, – svipar um margt …

Lesa meira »

Older posts «