Molar um málfar og miðla 2097

AÐ BLÓTA ÍSLENSKU Molalesandi skrifaði Molum (19.01.2017): ,,Sæll vertu Molaskrifari. Fyrir nokkrum dögum sá ég tvær afurðir íslensks kvikmyndaiðnaðar sama daginn: Kvikmyndina Hjartastein og þátt úr Föngum í sjónvarpinu. Tvennt áttu þessar myndir sameiginlegt: Óskýra framsögn sem álykta má að hljóti að vera sérstök námsgrein hjá leiklistarnemum nú um stundir. Mikla notkun á einu blótsyrði. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2096

  Á TÁNUM Molavin skrifaði (18.01.2017): ,,Ný mállýska virðist breiðast hratt út með hjálp fjölmiðla og netmiðla. Hún einkennist af samblandi af barnalegu málfari og hráum þýðingum úr ensku. Lítillar mótspyrnu gegn þessu gætir hjá yfirmönnum nefndra miðla. Dæmi um slíkt mátti heyra í Ríkisútvarpinu, Rás 1, í dag 18.01.16, þar sem viðmælandinn, læknir, talaði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2095

MÁLSKOT Ágæt umfjöllun um málið og málnotkun er á mánudögum í morgunútvarpi Rásar tvö, þegar rætt er við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins . Í þættinum sl. mánudag (16.01.2016) nefndi hún notkun á orðinu umhleypingur , sem er karlkynsorð, oftast notað í fleirtölu um rysjótt tíðarfar. Fyrr í þættinum hafði umsjónarmaður talað um umhleypingarástandið. Öllu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2094

MEÐ EINN TIL REIÐAR ! Athygli Molaskrifara var vakin á frétt á mbl.is (02.01.2017) um stjórnarmyndunarviðræður. Þar sagði :,, Þetta er ein­fald­lega liður í þess­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum,“ seg­ir Gylfi Ólafs­son, aðstoðarmaður Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar for­manns Viðreisn­ar, í sam­tali við mbl.is. „Það er ekki gert ráð fyr­ir að þetta verði mjög fjöl­menn­ur fund­ur. Það verða for­menn­irn­ir með í mesta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2093

  NÝIR VENDIR … Auglýsingar Hamborgarabúllu Tómasar eru oft frumlegar og skemmtilegar. Rétt eins og auglýsingarnar frá Kaupfélagi Borgfirðinga. Koma stundum þægilega á óvart. Nýlega (13.01.2017) mátti heyra svohljóðandi auglýsingu í Ríkisútvarpinu frá Hamborgarabúllu Tómasar: Nýir kústar sópa best. Ekki kann Molaskrifari fyllilega að meta þetta. Er ekki hinn gamli orðskviður eða málsháttur enn í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2092

,,EKKI FRÉTT“ Stundum er talað um ,,ekki fréttir“, þegar skrifað er um eitthvað sem ekki er nýtt , ekki breyting, ekki í frásögur færandi. Þannig ,, ekki frétt“ var á fréttavef Ríkisútvarpsins (12.01.2017). Fyrirsögnin var: Utanríkisráðherra mótfallinn aðild að ESB. Það er ekki nýtt. Það er ekki frétt. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem nú  er orðinn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2091

MAT Fréttamat er auðvitað umdeilanlegt. Skrifara fannst það skrítin forgangsröðun hjá umsjónarmanni Kastljóss (11.01.2016), þegar rætt var við formenn stjórnarflokkanna að byrja á því að ræða um ESB-mál. Hversvegna? Vegna þess að ESB hefur lýst því yfir, að engin ný ríki geti öðlast aðild á næstu árum. Það sé ekki á dagskrá. Í öðru lagi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2090

SLYS OG SKÝRSLA Enn eitt banaslysið varð í sandfjöru við suðurströndina í gær , þegar úthafsalda hreif fjölskyldu, hjón og tvo unglinga með sér. Unglingarnir og faðirinn björguðust en konan drukknaði. Í fréttum Ríkissjónvarps (09.01.2017))var sagt, – sjúkrabílar fluttu afganginn af fjölskyldunni til Reykjavíkur. Ekki mjög vel orðað. Í frétt um  þetta hörmulega slys á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miða 2089

MEINLOKAN MARGTUGGNA Sagt var í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (05.01.2017): Í seinni leik kvöldsins mættust gestgjafar Danmerkur …. Þarna var verið að tala um dönsku gestgjafana,  sem héldu mótið, – ekki  einhverja sem voru gestjafar Dana, buðu Dönum. Þetta er einkennileg meinloka og undarlegt, að íþróttafréttamenn skuli ekki  vita  hvernig á að nota  orðið gestgjafi. Í sama …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2088

  ELDINGAR Þegar fjöldi eldinga sló niður var sagt í næturfréttum Ríkisútvarps (05.01.2017). Eldingarnar slógu ekki niður. Eldingum sló niður.  Þegar fjölda eldinga sló niður. Enginn las yfir.   KYNNING Á LÍKAMSRÆKT Í Kastljósi Ríkissjónvarps (04.01.2017) var  fjallað um líkamsræktarstöðvar. Þar var talað um  þjálfun í líkamsræktarstöðvum, sem er hreint ekki ókeypis. Þar var hins …

Lesa meira »

Older posts «