Molar um málfar og miðla 2037

HROÐVIRKNI EÐA FÁFRÆÐI? Er það hroðvirkni eða fáfræði, vankunnátta í íslensku, sem veldur því að fréttasskrifarar láta frá sér svona texta: ,, Rúm­lega fimm­tíu lík hafa fund­ist eft­ir að farþega­ferja hvolfdi á ánni Chindw­in í Búrma á laug­ar­dag­inn.” ? Þetta er úr frétt á mbl.is (19.10.2016). http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/19/tugir_letust_thegar_yfirfull_ferja_sokk/ Ferjan hvolfdi ekki. Ferjunni hvolfdi. Hvar er máltilfinningin? …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2036

ÓVANDVIRKNI Sigurður Sigurðarson skrifaði (18.10.2016): ,Sæll, Á visir.is er þessi frétt: Við það steyptist hann fram fyrir sig og féll niður í steypta gryfju fyrir neðan stúkuna með þeim afleiðingum að hann hlaut líkamstjón. Fallið var rúmir þrír metrar og varð þeim mikið niðri fyrir sem vitni urðu að slysinu. Gera má ráð fyrir að maðurinn hafi slasast við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2035

LEIRAN OG LANDAFRÆÐIN Í bítinu, morgunþætti Bylgjunnar, sagði fréttamaður á mánudagsmorgni (17.10.2016) að hann hefði um helgina farið í golf í Leirunni í Keflavík. Leiran er ekki í Keflavík. Leiran, þar sem Hólmsvöllur er, golfvöllurinn, , er milli Keflavíkur og Garðs, á leiðinni út í Garð frá Keflavík. Leiran var lengi mikil verstöð. Um aldamótin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2034

SPRENGJUSANDUR Á fréttavefnum visir.is (15.10.2016) er frétt þar sem vitnað er í grein eftir Kára Stefánsson, sem birtist í Fréttablaðinu þann sama dag. Þar skrifar Birgir Örn Steinarsson: Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings.  Fréttaskrifari er hér væntanlega að vísa til útvarpsþáttarins Á Sprengisandi  sem  Sigurjón  M. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2033

ÞARFAR ÁBENDINGAR JT sendi eftirfarandi (10.10.2016): Úr netmogganum mánudaginn 10. október – í frétt af mögulegum morðum á börnum í Kenýju: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/10/stefna_yfirvalda_ad_utryma_bornunum/ Marg­ir neydd­ust til að hoppa út í ánna. Lög­reglu­menn reiddu bana­höggið þegar þeir skutu tára­gasi ofan í vatnið. Margir hoppuðu út í ána – ekki ánna. Og fengu sér ekki í tána eða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2032

AÐILAR ENN OG AFTUR Aðilar komu mjög við sögu í lögreglufréttum Bylgjunnar á hádegi á laugardag (08.10.2016), –  aldrei þessu vant. Ellefu aðilar voru á staðnum , –  aðili féll í götuna. Er þessu fréttaskrifurum ekki sjálfrátt? Hallast eiginlega að því.   RÖKRÉTT HUGSUN Skólabróðir, sem er áhugamaður um velferð móðurmálsins, og Molaskrifari hafa verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2031

BROTTVÍSUN Það kemur fyrir að reyndir þulir og fréttamenn lesi málvillur í fréttum án þess að hika, – hvað þá leiðrétta. Í átta fréttum Ríkisútvarps á föstudagsmorgni (07.10.2016) las fréttamaður: Hælisleitenda sem vísað var úr landi og sendur til Noregs á miðvikudag var sendur hingað aftur samdægurs. Þetta hefur Fréttablaðið eftir …. Þetta hefði átt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2030

2030-16 FLOGIÐ Í GEGNUM EVRÓPU Sérkennilegt orðalag í frétt á mbl.is (05.10.2016): Fjög­ur Evr­ópu­ríki sendu herþotur til móts við rúss­nesku Blackjack-herflug­vél­arn­ar sem flugu í gegn­um Evr­ópu til Spán­ar og til baka í lok síðasta mánaðar. Það hlýtur að hafa verið mikill skellur, eða hvað? http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/05/flugu_herthotum_i_veg_fyrir_russa/   AFHENDING VETTVANGS Annað dæmi um undarlegt orðalag í frétt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2029

GRÓUSÖGUR Fríða Björnsdóttir fyrrverandi blaðamaður skrifaði Molum (05.10.2016): ,,Sælir Eiður, þar sem máltilfinning mín er að hverfa langar mig að spyrja þig um eitt. Í gærkvöldi var rætt við forstöðumann Útlendingastofnunar um allan þann fjölda hælisleitenda sem hingað streymir frá Balkanskaganum. Sagði hún þá að það stafaði líklega af Gróusögum sem gengju þar um ágæti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2028

  AÐ BERA AÐ GARÐI Að bera að garði. Einhvern bar að garði, – það kom einhver, það kom gestur. Þorvaldur skrifaði (03.10.2016): ,,Sæll enn Eiður. Í fréttum sjónvarps áðan var sagt frá því að eftirvænting skólabarna á Patreksfirði hafi verið mikil þegar forsetahjónin „báru að garði„. Ekki fylgdi sögunni hver byrði hjónanna var.” Þakka …

Lesa meira »

Older posts «