Molar um málfar og miðla 2065

METFÉ – TALAÐ FYRIR DAUFUM EYRUM Molaskrifari verður að sætta sig við það að hann talar oft fyrir daufum eyrum en reynir að hugga sig við hið fornkveðna, að dropinn holi steininn. Oft, mjög oft, hefur verið fjallað um það í Molum ( Þáttum 2057,1944, 1819,1567og 1358) að orðið metfé þýðir ekki metupphæð. Það er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2064

FJÁRDRÁTTUR Of margir fréttaskrifarar fara rangt með orðtök. Eftirfarandi er af fréttavef Ríkisútvarpsins (229.11.2016): ,, Starfsmaður, sem hefur í lengri tíma starfað við bókhald í Landsbankanum, hefur verið rekinn vegna gruns um fjárdrátt. Vísir.is greinir frá þessu og segir hann sakaðan um að hafa dregið að sér á fjórða tug milljóna króna.‘‘ Hér  hefði átt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2063

ÓÞÖRF ORÐ Molavin skrifaði (29.11.2016):,, Óþörf uppfyllingarorð eru oft sett í hugsunarleysi í fréttatexta. Í hádegisfrétt Ríkisútvarps í dag (29.11.) var t.d. sagt að „bólivísk farþegaþota með 81 innanborðs“ hefði farizt. Ekkert rangt við það, en er ekki óþarfi að taka það sérstaklega að farþegarnir hafi verið innanborðs í þotunni. Sömuleiðis hefur iðulega verið sagt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2062

TAKK KASTLJÓS Margir eru áreiðanlega miður sín eftir að hafa horft á umfjöllun Kastljóss um eggjabúið Brúnegg í gærkvöldi (28.11.2016) . Þetta var hrikalegt. Molaskrifari veit eiginlega ekki hvorir voru verri verksmiðjustjórar eggjabúsins (- þetta var eiginlega allt í lagi- en það voru frávik, við brugðumst við !) eða ráðuneytin og embættismennirnir sem voru trúnaðarmenn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2061

ENN UM VIÐTENGINGARHÁTT Úr Morgunpósti Kjarnans (25.11.2016): ,, Frétt Benedikt Jóhannesson segir að hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um að bæta við hátekjuskattþrepi á laun sem voru yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði og að leggja á stóreignaskatt höfðu ekki verið kynntar formönnum þeirra flokka sem hún ræddi við um stjórnarmyndun þegar þær birtust í viðtali …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2060

Á ALÞINGI Í fréttum Bylgjunnar á hádegi (23.11.2016) var sagt að stjórnarmyndunarviðræður færu fram á Alþingi. Það er ekki rétt. Stjórnarmyndunarviðræður fóru fram í Alþingishúsinu. Ekki á Alþingi. Á þessu er munur. Í fréttum Ríkissjónvarps kvöldið áður heyrðum við sömu meinlokuna. Þá sagði þulur, að rætt hefði verið við Katrínu Jakobsdóttur á Alþingi. Það var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2059

ÁREITI – ÁREITNI Flosi Kristjánsson skrifaði (22.11.2016):,, Góðan daginn, Eiður. Hef kíkt á piistla þína af og til undanfarin ár. Þykir gott að menn skuli vilja viðhalda vönduðu málfari. Hef litlu við að bæta. Tveimur orðum er iðulega ruglað saman, þó ekki sé það alsiða: áreiti – áreitni Er minnisstætt frá námsárum í Kennararskólanum, að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2058

HRÓS Mörgum þykir Molaskrifari full spar á hrósið, – að hrósa því sem vel er gert. Þáttur Boga Ágústssonar og Karls Sighvatssonar, Viðtalið ,á mánudagskvöld (21.11.2016) í Ríkissjónvarpinu var vel unninn og fróðlegur. Enda vanir menn að verki. Yfirlitið um skosk stjórnnmál og viðtalið við forsætisráðherra Skota Nicolu Sturgeon gaf áreiðanlega mörgum nýja sýn á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2057

KEYPT OG VERSLAÐ Það er löngu tímabært, að málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins ræði sérstaklega við þá fréttamenn, sem ekki geta gert greinarmun á sögnunum að versla og að kaupa. Kunna ekki að nota þessar sagnir. Í hádegisfréttum á föstudag (18.11.2016) sagði fréttamaður: ,, … en ólíkt því sem gerist þegar verslað er sælgæti í lausu í verslun …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2056

HRÓS UM BYLGJUFRÉTTIR Molavin skrifaði (18.11.2016): ,,Þess ber að geta sem vel er gert. Oft hafa villur og handvömm í fréttalestri valdið angri – en það var hreinn unaður að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar í dag, 18.11. Hreinn, skýr og fallegur lestur og afburða vel skrifaðar fréttir á góðu máli. Til hamingju með það, Gissur …

Lesa meira »

Older posts «