Um höfund

Frá árunum í Kína

Frá árunum í Kína

Eiður Guðnason (Eiður Svanberg)

F. í Reykjavík 7. nóv. 1939. For.: Guðni Guðmundsson (f. 14. júní 1904, d. 17. nóv. 1947) verkamaður þar og k. h. Þóranna Lilja Guðjónsdóttir (f. 4. júní 1904, d. 17. mars 1970) húsmóðir. K. (16. mars 1963) Eygló Helga Haraldsdóttir (f. 19. jan. 1942) píanókennari. For.: Haraldur Gíslason og k. h. Þórunn Guðmundsdóttir. Börn: Helga Þóra (1963), Þórunn Svanhildur (1969), Haraldur Guðni (1972).

Stúdentspróf MR 1959. Nám í stjórnmálafræði við Delaware-háskóla í Bandaríkjunum 1960—1961. BA-próf í ensku og enskum bókmenntum HÍ 1967. Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi úr ensku 1962.

Blaðamaður og síðar ritstjórnarfulltrúi við Alþýðublaðið 1962—1967. Yfirþýðandi, fréttamaður og fulltrúi dagskrárstjóra frétta- og fræðsludeildar Sjónvarps frá 1967 til 1. des. 1978. Skip. 30. apríl 1991 umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, lausn 14. júní 1993. Sendiherra Íslands í Ósló síðan 10. sept. 1993.

Í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1964—1969 og 1978—1993. Formaður Blaðamannafélags Íslands 1971—1972. Í útvarpsráði 1978—1987. Í Norðurlandaráði 1978—1980 og 1982—1990, formaður Íslandsdeildar ráðsins 1978—1979 og jafnframt í forsætisnefnd þess. Kosinn 1984 í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985—1986. Fulltrúi Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1980. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1989—1991. Formaður stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins 1989—1991. Í Evrópustefnunefnd 1989—1991. Í þingmannanefnd EFTA 1993.

Alþm. Vesturl. 1978—1983 og 1987—1993, landsk. alþm. (Vesturl.) 1983—1987 (Alþfl.).
Umhverfisráðherra 1991—1993.
Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1983—1991.

 

Umhverfisráðherra og norrænn samstarfsráðherra 1991 til 1993.

Fékk lausn frá ráðherrastörfum að eigin ósk  14. júní 1993. Skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands  1. september 1993. Starfaði  sem sendiherra  Íslands í Noregi með búsetu í Osló.  Samhliða sendiherra í Póllandi, Suður Kóreu, Tékklandi,Makedóníu, Kýpur og  Slóvakíu.

 

Fyrsti skrifstofustjóri auðlindaskrifstofu utanríkisráðuneytisins  1998 til  2001.  Formaður samninganefndar um að afla hinu svonefnda „íslenska ákvæði “   um losun  gróðurhúsalofttegunda fylgis á alþjóðavettvangi. Jafnframt sendiherra í Suður Afríku, Namibíu og Mósambik með aðsetur í Reykjavík..

 

Aðalræðismaður Íslands í Winnipeg og vestur Kanada frá 1. ágúst 2001 til áramót 2002.

 

Sendiherra   Íslands í Kína frá , ársbyrjun 2002, Jafnframt sendiherra í umdæmislöndum sendiráðsins: Suður Kóreu, Norður Kóreu,Mongólíu, Víetnam, Nýja Sjálandi og Ástralíu.

 

Skrifstofustjóri Upplýsinga og menningarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá  október  2006   til  mars  2007. Þá  skipaður aðalræðismaður  Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Fyrsti erlendi sendimaðurinn í Færeyjum.. Lét af störfum 15. febrúar 2009.

Birti greinar um íslensk málefni í innlendum og erlendum tímaritum og blöðum og samdi og þýddi útvarpsefni. Vann einnig með öðrum að gerð kvikmynda. Hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar ritstjóra 1974.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Theodór Lúðvíksson skrifar:

    Sæll Eiður.
    Þakka skemmtileg og áhugaverð skrif þín. Mig langaði að nefna að mjög oft í fréttum á Íslandi, kannsi frekar hjá blöðunum, er ætlast til að lesendur viti mjög margt og þess vegna sé óþarfi að gefa nokkur smáatriði. Dæmi – í Vísi í dag er frétt um að miðasala í Hörpu hefjist á hádegi í dag og búist sé við miklu álagagi við miðasölun og á netinu. En hvenær opnar Harpa! Ég þurfti að hafa fyrir að leita að því.
    kv
    Theodór Lúðvíksson, eftirlaunamaður

  2. Óskar Bjartmarz skrifar:

    Komdu sæll Eiður

    Þakka þér fyrir alla þína mola um málfar og miðla, skríf sem fyllilega eíga rétt á sér. Datt í hug að leita til þín og spyrja þig um orðið „Uppkosning“ sem að því er mér virðist birtist fyrst í Morgunblaðinu eða MBL. Í mínum huga er þetta eitthvert orðskrípi en allavega þá skil ég ekki hvað er átt við með því nema þá helst að kosningu þurfi að endurtaka. Reyndi að skoða þetta í orðabókum á netinu en komst næst því að þetta væri eitthvert nýyrði.

    Kveðja,

    Óskar

Comments have been disabled.