«

»

Pólitísk mótmæli Hæstaréttar

Auðvitað eru það pólitísk mótmæli þegar dómarar við Hæstarétt Íslands ákveða að hundsa setningu Alþingis og mæta ekki við þingsetningu. Þar með rufu dómararnir áratuga hefð. Hversvegna? Það trúir því ekki nokkur maður að dómararnir hafi allir forfallast, allir verið veikir, allir haft svo mörgu öðru að sinna að þeir gátu ekki mætt við þingsetninguna. Það er auðvitað bara ómerkilegur fyrirsláttur. Mótmæli af þessu tagi eru dómurum við æðsta dómstól landsins ekki sæmandi. Getum við treyst hlutleysi dómaranna gagnvart mönnum og málefnum? Það má ekki rýra traust þjóðarinnar á dómstólum, en með þessu gerðu dómararnir einmitt það.

Það er líka alvarlegt þegar Landssamband lögreglumanna sendir frá sér ályktun vegna mótmælanna við Alþingishúsið, – ályktun sem lyktar langar leiðir af pólitík. Þar er talað um að lögreglumenn hafi verið notaðir sem ,,mannlegur skjöldur”. Einu skiptin sem það orðalag hefur verið notað svo ég muni er þegar einræðisherrar í útlöndum nota saklausa borgara sem skjöld gegn skotvopnum. Þessi málflutningur er íslenskum lögreglumönnum ekki sæmandi. Það er hlutverk lögreglunnar að vernda borgarana, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir. Fólkið sem kom saman á Austurvelli var ekki skríll. Þeir sem köstuðu eggjum tómötum og öðru lauslegu í þingmenn og forseta voru hinsvegar og eru skríll. Um það er ástæðulaust að tala einhverja tæpitungu.

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Kristbjörn Árnason skrifar:

    Hver hefur sagt að almenningur hafi treyst Hæstarétti? Það er langur frá því að sauðsvartur almúginn á Íslandi treysti dómurum þeim sem hafa valist til að skipa Hæstarétt.

    Það hefur alltaf verið handvalið í réttinn af gömlu valdaflokkum landsins og þar gildir gamla helmingaskiptareglan milli þessara flokka. Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

    Öll valdaár Davíðs Oddssonar hafði hann valið á dómurum réttarins í sínum höndum.

  2. Viðar Ingvason skrifar:

    Mikill meirihluti þessara hæstaréttardómara voru skipaðir til að gæta hagsmuna Valhallarmafíunnar. Upplýst hugsandi fólk missti traustið til hæataréttar fyrir löngu síðan.

  3. Óskar Steinn Ómarsson skrifar:

    En má ekki líka velta fyrir sér þeim möguleika að Hæstaréttardómarar hafi ekki látið sjá sig vegna vanhæfis í sérhverju sakamáli sem mögulega kæmi upp við setningu Alþingis? Það væri nú ansi mikil krísa ef allir 12 hæstaréttardómarar yrðu vanhæfir vegna þess að þeir hefðu verið viðstaddir glæpinn sem verið væri að dæma í.

  4. Svavar Bjarnason skrifar:

    Maður þarf ekki annað en skoða nöfn hæstaréttardómara til að sjá hina hrikalegu pólitísku slagsíðu á Hæstarétti, enda kemur hann oft fram sem deild í Sjálfstæðisflokknum, samanber ógilding stjórnlagaþings, sem var ekkert annað en pólitískt hryðjuverk.

  5. Haukur Kristinsson skrifar:

    Jæja, dómarar við Hæstarétt Íslands mættu ekki við þingsetningu. Þetta hafði farið fram hjá mér, enda utan landsteinanna og fylgist ekki svo vel með. En þetta er auðvitað hreinn skandall og staðfestir að Ísland er eitt versta bananalýðveldi Evrópu. Ekki nóg með það að Sjallafíflin + hækjan settu allt á hausinn, stálu öllu steini léttara, en einnig tókst þeim að gera æðsta dómstól landsins ómarktækan með öllu vegna pólitískra ráðninga amlóða.

  6. hilmar skrifar:

    Það má líka líta á þetta sem virðingarvott við alþingi að spilltur og klíkuráðinn hæstiréttur skuli ekki hafa látið sjá sig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>