«

»

Molar um málfar og miðla 1677

 

K.Þ. skrifaði (15.02.2015): Sæll Eiður,

Eins og ég hef ítrekað bent á er orðið „tengdur“ nánast aldrei beygt rétt í fjölmiðlum. Ég læt hér fylgja tvö ný dæmi.

„Sá sem rann­sakaði spill­ing­ar­mál þeim tengd­um …“

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/02/13/glaepamenn_fundu_skjol_hja_hsbc/

„Lögmenn ákærðra í hrun-málum, það er málum sem nú hafa verið dómtekin sem tengjast hruni bankanna og viðskiptagjörningum því tengdu …“

http://kjarninn.is/logmenn-i-hrunmalum-i-sjokki-domurinn-markar-timamot

Molaskrifari þakkar K.Þ. Bréfið Hér hafa áður verið nefnd svipuð dæmi. Þetta þvælist mjög fyrir sumum fréttaskrifurum.

 

Enn eru menn að sigra keppni í fjölmiðlum. Nú síðast Söngvakeppni sjónvarpsins, sjá visir.is (16.02.2015): ,, Sigmar kom færandi hendi og afhenti Ásgeiri Orra risavaxna milljóna króna ávísun sem þremenningarnir í StopWaitGo fengu í verðlaun fyrir að sigra Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina.” Þetta lærist sumum seint og illa .

http://www.visir.is/maria-og-strakarnir-i-stopwaitgo-gleymdu-milljon-krona-avisun/article/2015150219146

 

Í öllum auglýsingum um Stockfish kvikmyndahátíðina, sem fram mun fara hér á landi 19. febrúar til 1, mars http://stockfishfestival.is/ ,er birt mynd af saltfiski, flöttum þorski. Skrítið vegna þess að stockfish er ekki saltfiskur, heldur skreið, sem er allt annar handleggur. Sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Stockfish

 

Prýðilegur málfarspistill í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins á þriðjudagsmorgni (17.02.2015).

 

Fróðlegt viðtal Þóru Arnórsdóttur við Evu Joly í Kastljósi (17.02.2015). Ballið er rétt að byrja.

 

Fréttaskýringaþáttur CBS 60 Minutes er að mati Molaskrifara einn besti fréttaskýringaþáttur sem völ er á. Synd að Ríkissjónvarpið skyldi á sínum tíma láta hann sér úr greipum ganga til Stöðvar tvö. Þar var nýlega fróðleg umfjöllun um hvernig tölvuþrjótar geta með aukinni tölvuvæðingu bíla raunverulega tekið stjórnina af ökumanni. Þeir geta gert bremsur óvirkar, aukið hraða bílsins og allt hvað eina og ökumaður getur ekkert gert. Óhugnanlegt.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>