Á forsíðu Morgunblaðsins fyrir fáeinum dögum var frétt um hæsta mann heims. Þar sagði orðrétt: „Ástæðan var sú , að hann hafði ekki efni á skóm og fékk því frostbit.“
Hafði ekki efni á skóm ! Ánalegt orðalag.
Frostbit , – er þó sýnu verra. Það er bjálfaþýðing á enska orðinu frostbite, sem á íslensku heitir kal.
Heilasellur við Hádegismóa hafa orðið kalskemmdum að bráð.
Nú er hún Snorrabúð stekkur……
Skildu eftir svar