GÓÐU GESTIRNIR
Molavin skrifaði (03.005.2016):,, „Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér,“ segir í ljóði Davíðs Stefánssonar sem oft er sungið sem síðasta lag fyrir fréttir. Þarna lýsir skáldið heitri ást. Og svo hjartkærir virðast allir þeir viðmælendur vera sem koma til viðtals í þætti útvarpsins að aldrei eru núorðið nokkrir viðmælendur kynntir öðru vísi en svo að „til okkar koma góðir gestir.“ Jafnvel í Spegilinn. Eru virkilega allir viðmælendur riddarar á hvítum hesti – eða er þessi lýsing orðin frásagnarkækur á borð við „Íslandsvinina“ sem svo eru kallaðir ef frægt fólk á leið til landsins?”
Molaskrifari þakkarbréfið ogvíst er það kurteisi að tala um góða gesti,en þetta er orðin afskaplega hvimleið tugga, eða klisja.
LAUPARNIR
Í Spegli Ríkisútvarpsins (03.05.2016) var fjallað umforsetakosningarnarog forsetaframbjóðendur. Fréttamaðurtalaði um að einhverjir kynnu að gefa upp laupana, – hætta við framboð. Viðmælandi fréttamanns endurtók þettaogtalaði líka um að gefa upp laupana.Báðir fóru rangt meðorðtak sem er fast í málinu.
Við tölum um að leggja upp laupana, hætta, eða gefast upp, deyja eða fara á hausinn..
Laupur er,, kláfur; meis; áburðarkkassi; rimlakassi (t.d. til að bera hey í)”
Ágætlega er fjallað umþetta orðtak í bókJóns G. Friðjónssonar, Merg málsins, íslensk orðtiltæki á bls. 524 og 525. Þá ágætu bókættu allir fréttamennað hafa við hendina, – og nota.
FRÉTTALEYSIÐ
Hversvegna eru engar fréttir í Ríkisútvarpinu fráklukkantvö á nóttinnitil klukkan fimmað morgni?Fréttamaður/menn eru á vakt í Efstaleiti alla nóttina. Halda þeir að öll þjóðin sé sofandi?Svo er ekki. Fjöldi fólkser við vinnu á nóttinni og villheyra fréttir.
SJENS
Í Spegli Ríkisútvarpsins (04.05.2016) ræddi fréttamaður við konu, semvill verðaforseti Íslands. Fréttamaðursagði:,,Fylgi við þig hefur mælst undir einu prósenti í könnunum. Heldurðu að þú eigir einhvern sjens?”. Við gerum kröfutil þess að fréttamenn Ríkisútvarpsinstali vandað mál.Þetta er ekki vandað mál.Því er við að bæta að viðtalið var óhóflega langt og að sama skapi innihaldsrýrt.
TIL LESENDA
Þeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beðnir að nota póstfangið eidurgudnason@gmail.com .Eða einkaskilaboð á fésbók.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.
Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG
Skildu eftir svar