Í tíu fréttum RÚV (16.10.2009) var sagt… áframhaldandi starf hans sem sóknarprestur á Selfossi. Hefði átt að vera: … áframhaldandi starf hans sem sóknarprests á Selfossi.
Úr Vefdv (17.10.2009): 45 ára gömul kona frá Big Sandy í Texas í Bandaríkjunum hefur verið gert að sæta geðrannsókn eftir að yfirvöld … Hér ætti að standa: 45 ára gamalli konu.. hefur verið gert að sæta geðrannsókn
Úr Vefvísi (17.10.2009) Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum á Granda vegna hraðaksturs. Kvartað var undan hávaða. Lögreglan greip í tómt þó þegar hún kom á vettvang en segir það þekkt að ungmenni séu að aka hratt á þessum slóðum og valda ónæði. Augnablik! Það er ekki heil brú í þessu. Afskipti af ungmennum sem ekki voru til staðar. Hvernig gerðist slíkt?
Íþróttafréttirnar í lok sjónvarpsfrétta RÚV (17.10.2009) voru sannkölluð ambögunáma. Nokkur dæmi um gullkorn þaðan: Keppnin í dag innihélt sex keppnisgreinar, segja má að öll úrslit hafi verið eftir bókinni (e. by the book) , hann gerði 13 stig, leikurinn fór seint af stað (leikurinn byrjað seinna en ráð var fyrir gert), hafði klúðrað fyrir Brasilíu. Svo kom nýtt borgarheiti við sögu: Kaí– ró, í stað Kæró.
Enn var í fréttum RÚV (17.10.2009) talað um síðasta í haust í stað þess að segja í fyrra haust eins og er málvenja á íslensku. Ekki verður sagt að fréttastofa RÚV standi dyggan vörð um tunguna.
Í Kastljósi RÚV (19.10.2009) sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórnin hefði komið fram eins og málafærslumenn fyrir Breta og Hollendinga. Þetta er ásökun um landráð. Nú er líka hamrað á því að Bretar og Hollendingar treysti ekki íslenskum dómstólum. Íslenskum dómstólum gefinn fingurinn, var sagt. Ekki mjög vandað mál. Eigum við ekki að snúa spurningunni við? Treysta Íslendingar breskum og hollenskum dómstólum? Svari nú hver fyrir sig.
Í veðurfréttum Stöðvar tvö (19.10.2009) var sagt að útlit væri fyrir björtu veðri. Betra hefði verið að segja að útlit væri fyrir bjart veður eða bjartviðri. Molaskrifari efast um að stjórnendur Stöðvar geri sér grein fyrir því hve röng ákvörðun það var að reka Sigurð Þ. Ragnarsson veðurfræðing, Sigga storm. Hann var hluti af andliti fréttatímans, sterkur dráttur í fámennum hópi. Erlendar sjónvarpsstöðvar skilja mikilvægi þess að vera ekki sífellt að tefla fram nýliðum í fréttum og veðurfréttum. Enn sér Molaskrifari sömu andlitin í norska sjónvarpinu sem þar fluttu fréttir og veðurfréttir á árunum 1993 til 1998. Þetta var arfavitlaus ákvörðun Stöðvar tvö um ágreining sem auðvelt hefði átt að vera að jafna. Klókt hjá sjónvarpi Moggans og Skjás eins að ráða Sigurð samdægurs.
31 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Steini Briem skrifar:
22/10/2009 at 12:54 (UTC 0)
Minnisblaðið frá 11. október í fyrra er skuldaviðurkenning, en ekki samningur, fjármálaráðuneytisins fyrir hönd íslenska ríkisins vegna IceSave-reikninganna í Hollandi upp að 20.887 evrum fyrir hvern reikning.
Fjármálaráðuneytið á ekki að skrifa undir skjöl ef það veit, eða þykist vita, að undirskriftin sé í andstöðu við vilja meirihluta Alþingis og Hollendingar fengu skjalið sem skuldaviðurkenningu íslenska ríkisins vegna IceSave-reikninganna.
Kristinn Pétursson skrifar:
22/10/2009 at 08:24 (UTC 0)
Öll svona minnisblöð af fundum með erlendum aðilum – um þetta Icesave mál – hafa enga skuldbindandi merkingu Steini Briem. Ekki einu sinni þessir tveir „samningar“ sem gerðir hafa verið á þessu ári….. þeir eru markalsusir – nema alþingi samþykki nírkisábyrgð…
Þar að auki hef ég alltaf gagnrýnt allar þessar fundarferðir – skrifað um það í Mbl… og á bloggið – eins og ég hef gagnrýnt núverandi aðgerðir…
Ástæða gangrýni minnar – er að ég tel svona aðgerðir – án fyrirfram heimildar Alþingis ekki viðeigandi…. mér finnst þetta ekki samrýmast stjórnarskrá – hvort svo sem það er þessi eða hin ríkisstjórn við völd…
En varðandi þennan ágrining okkar – þá er ég að halda því einu fram – að minnisblöð eru ekki skuldbinding….
minnisblaðið lýsir bara „því andrúmslofti“ sem ríkti á fundinum svo er það mismunadni skrifað – eftir því hver skirfar minnisblaðið
alla vega – minnisblað er ekki „samningur“ í lagalegri merkingu
Kristinn Pétursson skrifar:
22/10/2009 at 00:56 (UTC 0)
Hvaða „vonda málstað“ er ég að verja?….
Ég „kalla þig“ ekki neitt. Ég spurði – hvort þið væru að leika þetta tiltekna hlutverk…
Þú ert alltaf að ásaka fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að hafa gert einhvera „samninga“…. en ég segi að þessi memo séu bara venjuleg memo – en í þeim eru auðvitað engar skuldbindingar – eins og þú ert að halda fram.
Fyrrverandi ráðherrar stóðu sig ekkert sérstaklega vel. Ég get alveg verið sammála um það. Núverandi ráðherrar gera það varla heldur…
ef núverandi ráðherrar væru aðstanda sig vel þá væru samningaviðræður um Icesave undir stjórn erlendra fagaðila – t.d. Evu Joly – og samningaviðræður snérust um að skipta skaðanum pr. íbúa – eða pr. skattgreiðenda í löndunum þremur – Íslandi, Bretlandi og Hollandi
Ritstjóri Financial Tiems og blaðamaður þess blaðs – hafa margsinnis tekið upp hanskann fyrir okkur og bent á það að það væri veri ðað fara illa með Íslendinga… hér eru dæmi um erlendan stuðnig – sem vantað hefur hér innanlands :
Afsakaðu svo að ég skuli hafa notað þetta ljóta orð – og ég skal verða við þeirri ósk um að vera ekkert að þvælast hér
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
21/10/2009 at 22:34 (UTC 0)
Það fór framhhjá mér þar til núna, Kristinn, að þú kallar mig lítinn föðurlandssvikara“. Ekki nenni ég að eiga orðastað við menn sem sæma mig slíkum titlum, en hvað gera menn ekki þegar þeir hafa vondan málstað að verja?
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
21/10/2009 at 21:57 (UTC 0)
Hallgrímur Pétursson orti margt:
Veraldar dæmin varast skalt;
voga þú ekki að gjöra það allt,
sem höfðingjarnir hafast að,
þó heimurinn kalli loflegt það.
Þá blindur leiðir blindan hér,
báðum þeim hætt við falli er.
og:
…
Andskotinn illskuflár
enn hefur snöru snúna
snögglega þeim til búna,
sem fara með fals og dár.
Steini Briem skrifar:
21/10/2009 at 20:05 (UTC 0)
Kristinn hann á steypustöð,
stórkostlega það veit Gvöð,
öll er steypan í alkalí,
og allt er vitið fyrir bí.
Kristinn Pétursson skrifar:
21/10/2009 at 19:01 (UTC 0)
Hallgrímur Pétursson kvað (að öllum líkindum um illkvitni og óhróður þess tíma:)
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
21/10/2009 at 09:00 (UTC 0)
Steini, það er einkennilegt með suma menn að þótt þeim séu lesnar tilvitnanir,sem ekki er hægt að bera brigður á, þá eru þeir slegnir slíkri pólitískri blindu að þeir halda áfram í sinni villu og svima hvað sem við þá er sagt. Þeir hvorki heyra né sjá. Það er eiginlega tómt mál að reyna að tala við þá. Þeir eru ekki endilega svona af guði gerðir, – hafa bara lent í vondum pólitískum félagsskap.
Steini Briem skrifar:
21/10/2009 at 03:59 (UTC 0)
Ætíð lendir upp á kant,
undarlegur kverúlant,
aumur held ég soldið sé,
sauðurinn hann Kristinn P.
Predikarinn - Cacoethes scribendi skrifar:
21/10/2009 at 02:29 (UTC 0)
Sagði ég ekki……………? ? ?
Engin rök….. einungis órökstudd slagorð og upphrópanir til að dreifa athyglinni.
Steini Briem skrifar:
21/10/2009 at 02:21 (UTC 0)
Poka æstur prestur,
predikar hér sem gestur,
smár er Cacoethes scribendi,
samt þó Djöfuls handbendi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi skrifar:
21/10/2009 at 01:55 (UTC 0)
Ég held ég verði að taka undir með undrun þína Kristinn á þessari síbylju Steina Briem. Það er ekki hlustað á nein rök.
Steini Briem skrifar:
21/10/2009 at 01:05 (UTC 0)
Kallinn hann var Kristinn,
kredit rann þar listinn,
margt í kollinn misst'inn,
milljón þorska fyrst inn.
Kristinn Pétursson skrifar:
20/10/2009 at 22:56 (UTC 0)
Steini Briem……
Þetta er eins og eiga orðastað við bilaðan róbót…. áttu ekki WD40 til að spreyja á spanskrænuna þar sem hugsið fer fram?
Steini Briem skrifar:
20/10/2009 at 22:30 (UTC 0)
„Heildarfjárhæð innstæðna á Icesave-reikningunum í Amsterdam-útibúi Landsbankans við hrun bankans í október var 1.674.285.671 evrur. Þar af voru innstæður undir 20.887 evrum samtals 1.329.242.850 evrur, sem falla á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta. Eftir standa 345.042.821 evrur sem eru utan ábyrgðar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda.
Hollensk yfirvöld (Seðlabanki Hollands, DNB) greiddu innstæðueigendum út innstæður upp að 100.000 evrum og bera þeir kostnað vegna þessa að því marki sem það er umfram lágmarkstrygginguna og fæst ekki úr þrotabúi Landsbankans. Alls áttu 469 innstæðueigendur innstæður umfram 100.000 evrur, samanlagt nemur sú upphæð 40 milljónum evra. Þessir innstæðueigendur eiga forgangskröfu í bú Landsbankans, en verða að bíða skiptaloka til að sjá hvert tap þeirra verður.
Heildarfjárhæð innstæðna á Icesave-reikningum í London-útibúi Landsbankans við hrun bankans í október nam 4.526.988.847 pundum. Þar af eru a.m.k. 2.176.988.847 pund utan ábyrgðar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Um helmingur innstæðna London-útibúsins hefur því verið greiddur út af breska innstæðutryggingarsjóðnum og breska ríkinu.
Breski tryggingarsjóðurinn (FSCS) greiddi innstæðueigendum upp að 50.000 pundum. Breska ríkið greiddi svo afgang innstæðnanna, þannig að almennir breskir innstæðueigendur hafa fengið innstæður sínar greiddar að fullu. Vegna þessara útgreiðslna á breska ríkið kröfu á þrotabú Landsbankans, en mun sjálft bera þann hluta sem ekki fæst úr búinu.“
IceSave-samningarnir
Kristinn Pétursson skrifar:
20/10/2009 at 21:15 (UTC 0)
Til Steina Briem:
„héldu Hollendingar því fram að þeir hefðu í raun í höndum samning um 6,7% vexti, 10 ára lánstíma og að allt félli á ríkissjóð“
Hvað kemur mér við Steini Briem „hverju Hollendingar halda fram“… þetta voru minnisblöð af fundum – en ekki „samningur“… enda engin heimild fyrir slíkum samningum……. sem þá hefðu þurft að vera með fyrirvara um samþykki Alþingis…
Ekkert af þessum „memo“ fundargerðum hefur neina laglega eða skuldbindandi merkingu Steini Briem…
Spurningin er þessi með þig og Eið,,, Af hverju í fjandanum eru þið að spila í liðinu með Bretum og Hollendingum – eruð þið að leika „litla föðurlandssvikara“ bara svona í „ganni“ – af því það er svo „gaman“ hjá ykkur að „þjóna púkanum á fjósbitanum“ og úða tómri steypu yfir fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins ??.
Af hverju gerið þið ekki frekar föðurlandinu gagn – og byrjið í fyrramálið – (betra seint ern aldrei) á því að reyna að taka þátt í að biðja ykkar góðu pólutíkusa – að LANDA almennilegum samningi eins og ritstjóri Financial Times lagði til –
að skipta skaðanum pr. einstakling Holland – Bretland – Ísland…. sanngjarnasta tillaga sem sést hefur….. í málinu…!!
Hvað fær ykkur til að vera skjóta stanslaust á mark Íslendinga í þessum hildarleik… í stað þess að taka af drengskap þátt í því að reyna nú að fara FT leiðina – það er enn ekki of seint – þú það sé á elleftu stundu..
Kveðja til ykkar. KP
Steini Briem skrifar:
20/10/2009 at 19:55 (UTC 0)
11. október 2008: „Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda: „Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.
Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst. Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.„
Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008
Kristinn Pétursson skrifar:
20/10/2009 at 16:22 (UTC 0)
„Memorandum of Understanding“ er í mínum augum ekkert annað en minnisblað um tiltekinn fund – um það viðfangsefni sem ver til umræðu…. enda veist þú nú vel – eð enginn getur bundið neinn „samning“ um þetta nema Alþingi.
Af hverju í andskotanum ertu þá endalaust að japla fram og aftur á einhverum „samningi sem hafi verið gerður“….. þegar þetta voru bara minnisblöð af fundum (memorandium) Þeir einir sem sátu fundinn – geta svo „fyllt upp í eyðurnar“ þegar komið er heim – hvað viðsemjandinn var að reyna að fá sett í þetta „memorandium“ og hvað okkar menn(Íslendingarnir) gátu sett í þetta „memo“……
auðvitað voru allir af vilja gerðir – kurteisir að reyna að finna lausn – skrifandi fjöldann allan af svona „memo“ – til frekari umræðu á heimavelli…. – leitað var lausna á þessu ógnarstóra viðfangsefni… nema hvað…. þetta var bara forvinna – þetta var aldrei neinn „samningur“ í þeim dúr sem þú og fleiri eru endalaust að ljúga upp á fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins – með endalausum hálfsannleika með vellandi steypu úr öllum ykkar „steypustöðvum“. …sem ég tel að hafi skaðað þjóðarhag
Ég er að reyna að snúa þér í rétt átt að kjarna málsins – frá þessum skaðlega skilningi þínum.. auðvitað skaða svona ósannindavaðall og óhróður um tiltekna menn…
Með „skaðað“ á ég við það sem ég skrifaði áðan – að ef þú og fleiri hefðuð tekið undir sjónarmið ritstjóra Financieal Times og Evu Joly í sumar…..
þá væri staða málsins hugsanlega allt önnur og betri…..
en þess í stað fóruð þið bara í að „magnframleiða ein mikla steypu“ og drituðuð henni út um allt land – á blogginu ykkar. Það tel ég að hafi skaðað þjóðarhag – að viðhalda rangfærslum og hálfsannleika – í stað þess að taka upp flotta hugmynd ritstjóra Financial Times og reyna svo að hvetja ykkar fólk í stjórnálum til að „trompa“ – með slíkum frábærum samningi – t.d. með því að leita eftir aðstoð frá Evu Joly um að leiða slíkar viðræður – því…
Eva Joly kann öll atriði utanað um „refsiverð athæfi“ í milliríkjaviðskiptum og þjóðarrétti. Hún hefði getað lesið þessum „bresku og hollensku samningamönnum“ pistilinn á „mannamáli“ – sem enginn Íslendingur gat…. auðvitað eru bæði Bretar og Hollendingar að níðast á okkur – misnota sér neyð okkar – og Bretar beittu okkur hryðjuverkalögum – sem ég tel refsivert athæfi allt slíkt gat EWva Joly notað….
það er ekki of seint að fá hana að málinu….. ef þú og felri takið hönum saman og barið að berjast fyrir málstað Íslands í stað þess að halda „steypunni“ áfram…
Predikarinn - Cacoethes scribendi skrifar:
20/10/2009 at 15:39 (UTC 0)
Sælir.
Á minnisblaðinu sem ráðherrann embættismennirnir skrifuðu undir, stendur einnig eitthvað á þá leið að ….enda standi lög og reglur til þess. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Við erum tilbúin samkvæmt þessu að standa við allar lagalegar skuldbindingar okkar í þessu efni. Flestir fræðimenn á sviði laga sem varða einnig EES/ESB hafa skrifað greinargerðir um þetta sem benda til að skattgreiðendur eru ekki skuldbundnir til þess að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
20/10/2009 at 15:27 (UTC 0)
Kristinn, þegar menn skrifa undir eða setja stafina sína á það sem á ensku heitir Memorandum of Understanding þá er litið á það sem bindandi samkomulag aðila. Þú getur reynt að snúa út úr þessu á hvern veg sem þú vilt , en svona er þetta.
Þú kallar mig steypustöð. Gott og vel, það er þitt mat, en oft er það reyndar svo að sannast hið fornkveðna að sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Ég neita því að ég hafi með skrifum mínum skaðað þjóðarhag. Þínir menn sáu alveg um það. Aðalspunakona flokksins íns hannes Hólmsteinn er hinsvegar iðinn við kolann þessa dagana, leyfi mér að nota það orðtak þótt sjálfsagt hafi hann aldrei mígið í saltan sjó. Hannes er einn af stórbokkunum sem leyfa ekki athugasemdir við það sem hann skrifar á bloggið.
Kristinn Pétursson skrifar:
20/10/2009 at 13:49 (UTC 0)
Það er hálfsannleikur hjá þér (ósannindi) að tala um „samninga sem Árni Matt eða Geir gerðu í Icesave málinu“…. Minnisblöð og fundargerðir þar sem óskir viðsemjenda eru líka skráðar eru ekki neinn „samningur“…. það var enginn formlegur samningur gerður og lagður fyrir hérlendis – nema þessir tveir sem þessi ríkisstjórn hefur gert – og þar af sá síðari….
þvert ofan í þau lög um ríkisábyrgð sem þá lágu fyrir…. sem ég tel á ógeðfelldu gráu svæði – stjórnskipunarlega. það er búið að láta allt of mikið undan í þessu máli……
Ég hefði viljað fara „Financial Times ritstjóraleiðina“ (skipta skaðanum pr. haus – Ísland, Bretland, Holland.) og ég hefði kosið að ríkisstjórnin hefði óskað eftir því við Evu Joly hvort hún gæti leitt samningaviðræður.
Ef þú og fleiri hefðu tekið undir þetta – þegar þessir aðilar komu með þessar hugmyndir í sumar – þá væri ekki allt málið komið í þessa ömurlegu stöðu sem það er nú komið í…. og svo hvað???
Hálfsannkeikur hjá þér Eiður og mörgum öðrum sem eru með sambærilegar „steypustöðvar“ – steypan vellur frá ykkur….. allar þessar „steypustöðvar“ … hafa skaðað þjóðarhag – því ef þið hefðuð tekið undir með ritstjóra Financial Times og Evu Joly… hefði málið hugsanlega þróast til betri vegar……..
Ég sé þetta svona – án þess að vera með nein „pólitísk þröngsýnisgleraugu“
Bjarni Kjartansson skrifar:
20/10/2009 at 13:14 (UTC 0)
Þekki afar marga samtíðarmenn Svavars bæði pólitíska samstarfsmenn sem andstæðinga.
Öngvir lýsa honum sem hamhleypu til vinnu.
Bróðir minn Flemming fór tíðum í jarðafarir í Dómkirkjuna, því þar var alltaf verið að jarða svo gott fólk.
Svavar er ekki dauður enn.
Oflof er jafnað við fjölmæli í fornum lögum, sem kváðu mörg enn í gildi. Því var mannjöfnuður bannaður í Grágás.
Með virðingu fyrir vinnu þinni á akri málfarsins.
Miðbæjaríhaldið
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
20/10/2009 at 13:03 (UTC 0)
Kristinn, ég kannast nú ekki við neinn hálfsannleika. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn verða að standa ábyrgir gerða sinna, – mér kemur ekki til hugar að segja að Samfylking sé saklaus af því sem gerist í stjórnartíð hennar og þíns flokks. Hún ber þar vissulega sína ábyrgð til jafns við Sjálfstæðisflokk..
En um þessar mundir hlaupa púkarnir í spik á fjósbitunum í Valhöll og í fjósi Framsóknar. Þeir stoppuðu ekkert hjá mér. Mér finnst forystumenn þessara flokka vera að leika ljóta leiki. Sjáðu bara Noregsruglið hjá Framsókn. Trúir þú því í alvöru að Bretar og Hollendingar hefðu verið sveigjanlegri við Sigmund og Bjarna? Það voru hinsvegar mistök hjá Steingrími að setja fyrrum stjórnmálamálamann, — alveg sama hver það var, yfir fyrri samninganefndina. Þangað átti núverandi eða fyrrverandi pólitíkus ekkert erindi. Með þessu er ég ekki að lasta Svavar sem er dugnaðarforkur, og hefur staðið sig vel sem sendiherra, þetta segi ég , þótt við höfum reyndar alla ævina verið ósammála í pólitík. Honum var ekki, og ekki neinum, gerður greiði með þessari ráðstöfun.
Kristinn Pétursson skrifar:
20/10/2009 at 12:51 (UTC 0)
Heyrðu Eiður. Mér líður ágætlega – ekkert illa…. en þeir sem þurfa endalasut – og í síbylju – að ausa frá sér óhróðri og hallærislegum hálfsannleika um náungann – hlýtur þeim sama ekki að líða illa ???
Vinsamlega anda djúpt – slaka á og líta í spegil.
Annars: Gangi þér vel – það gerist ef þú losar þig við „púkann á fjósbitanum“
Steini Briem skrifar:
20/10/2009 at 11:15 (UTC 0)
„Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD.„
Norska fjármálaráðuneytið
Kristinn Pétursson skrifar:
20/10/2009 at 10:17 (UTC 0)
Þú þarft líka að biðjast velvirðingar á mörgu af því pólitíska svartagallsrausi sem þú lætur frá þér fara. Þú úthúðar pólitíska andstæðinga í hálfsannleika … en eins og skáldið kvað:
Þetta á sérstaklega við um ómerkilegan málflutning þinn um einhverja „samninga“ sem bara ráðherrar sjálfstæðisflokksins – í fyrri ríkisstjórn eiga að hafa gert í þessu Icesave máli……
Svo áttu lík að vita – að í flestum minnisblöðum var texti á þessa leið:
Ég skora á þig að hætta þessum hálfsannleika þetta gerir þig bara ómerkilegan – en það má ver að það sé tilgangslaust að benda þér á… kanski er ekkert hægt að hjálpa þér….
Sverrir skrifar:
20/10/2009 at 09:32 (UTC 0)
Úr íþróttafréttum Sjónvarps 18/10:
…..“höfðu kínverjar hinsvegar tögl og hagldir yfir aðra keppendur..“
og:
…en Adam fékk ekki að vera einn í Paradís nema rétt svo á meðan á leikhléinu stóð….
Bjarni Kjartansson skrifar:
20/10/2009 at 09:30 (UTC 0)
Sem bóndi og djákn í búr´ og Kór, beggja skyldu rækja.
Svo mætti esegja um stjórnarlufsurnar sem nú sitja.
Mjög eru þau aum í málafylgju fyrir þjóð sína, svo mætti álíta, að þau ræktu annarra skyldu.
Sneypufarir eru margar farnar nú og svo rammt kveður að þeim, síðustu misserin, að farendur telja frægðarför ef þau komi til baka, skítt með hvað er í malnum.
Ekki er þeim að jafna við þá sem komu með 200 mílna lögsögu okkur til handa hér fyrrmeyr. Samt þótti Krötum og Kommum viðeigandi, að úthrópa Matta Bjarna sem vondan, þar sem honum hafði á sínum tíma þótt 50 mílna undanslátturinn lítilmótlegur.
Þá voru hetjur sem báru sig vel og datt ekki í hug, að rækja skyldur erlendra Nýlenduþjóða.
Með tilhlýðilegri virðing fyrir hugleysingjunum sem nú ráða fyrir Stjórnarráðinu
Miðbæjaríhaldið
corvus corax skrifar:
20/10/2009 at 09:20 (UTC 0)
Þetta er frábær pistill um málfarsmola …ekki veitir af!
Haukur Kristinsson skrifar:
20/10/2009 at 09:04 (UTC 0)
Óþarfi að afsaka prentvillur sem eru augljóslega innsláttarvillur og koma strax upp um sig í lestri.
Verri var mín villa í síðustu Molum, þar sem ég skrifaði þungavigtsmenn í stað þungavigtarmenn. Hér var um klaufalega málvillu að ræða.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
20/10/2009 at 08:49 (UTC 0)
Biðst velvirðingar á fljótfærnis innsláttarvillu í fyrirsögn !