«

»

Hver segir ósatt um Wikileaks ?

Við höfum  fengið þrjú mismunandi svör við spurningunni  um hver greiddi kostnaðinn við  ferð Kristins Hrafnssonar fréttamanns  til Bagdad í Írak, fyrr á þessu ári.

1. Birgitta Jónsdóttir,alþingismaður,  segir  að Wikileaks hafi greitt kostnaðinn við ferðina. Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að borga neitt. Þetta sagði hún á  Bylgjunni 11. apríl.

2. Kristinn Hrafnsson, fréttamaður, sagði í  athugasemd við Mola um málfar og miðla 309, að  Wikileaks hefði greitt 2/3  kostnaðarins og  Ríkisútvarpið 1/3.

3. Í svari við fyrirspurn frá pressan.is sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri: „Kostnaður RÚV vegna ferðarinnar, sem skiptist milli Fréttastofu og Kastljóss, er áætlaður 400-500 þús.kr.
 Aðkoma RÚV var ekki önnur en að fréttamaður hjá okkur tók þátt í að vinna efnið til birtingar.“

 Varla geta þau öll verið að segja satt. Eða hvað? Er ekki einhver að segja okkur ósatt?  Viðskiptavinir RÚV eiga rétt á að vita hið sanna í málinu. Í þessu tilviki  voru utanhússaðilar að kaupa sig inn í í Kastljós og  fréttir  Sjónvarpsins. Til þess er ekki gott að vita.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>